Ég sendi það sem Czar skrifaði hérna áður fyrr til Landsímans og fékk þessi skemmtilegu svör :)

SVAR :

Bara nokkrar staðreyndir……en ég tek það fram að ég er ekki á markaðsdeild eða forstjóri svo að ég mun ekki breyta neinu um þetta! Munum bara að við lifum ásamt 270 þúsund öðrum hræðum á litlu skeri í Norður Atlantshafi sem fyrir einhvern miskilning fær hluta af golfstraumnum í rassgatið og verður þar af leiðandi \\\“búanlegt\\\”! Þannig að við verðum bara
að læra að sætta okkar við hærra verðlag og minna framlag á þjónustu!!!!!


1. Þetta er ekki adsl heldur G.Lite sem er low grade útgáfa af adsl. G.Lite
tæknin maxast út í nákvæmlega því sama og adslið sem landsíminn býður upp
á,
einnig hef ég talað við starfsmenn landsímans og þeir viðurkenna þetta.

Rétt, en þetta er samt ADSL, hvort sem við notum G.Lite tækni eða ekki


2. ISO adslið styður ekki ISDN, s.s. adsl tæknin sem heimurinn notar virkar
ekki á isdn línum. Landsíminn ákvað að verða sniðugir og nota property adsl
tækni sem virkar á isdn línum. Mjög fáir adsl modem framleiðendur búa til
modem fyrir þessa tækni þannig að ég held að Landsíminn sé búinn að finna 2
modem sem virka og svo veit ég að Vortex er mjög mikið að prufa adsl modem
en engin þeirra virka.

Það virkar fínt á ISDN, en módem úrvalið er þá takmarkað……við urðum að
sjálfsögðu að bjóða upp á þetta því að það eru svo rosalega margir með ISDN
síma. Ef ekki hefðu allir orðið fúlir….nema kannski þú!


3. Kostnaðurinn fyrir að halda uppi adsl eru mjög lítill því að hlutirnir
sem eru notaðir í það eru flestir til fyrir, þannig að landsíminn er að
stórgræða á þessu.

Uppihaldskostnaður við ADSL er ekki mikill en startkostnaður á ADSL kerfi
er feitur, ADSL er frekar nýtt og því dýrt ennþá….en það má búast við að
það lækki mikið. Plús….þá hefði Landssíminn ekki sett upp ADSL kerfi til
að tapa á því.

4. Download gjaldið er líka allveg fáranlegt og er nærri því hvergi í hinum
vestræna heimi. Það er samt skiljanlegt því að aðilar Candat þurfa að borga
eigendum candat fyrir bandvídd. Svo virðist bara vera að þeir eigendur eru
að nauðga íslendingum.

Það er allt dýrt á Íslandi!!!! Ég hélt þú vissir það! Úti kosta DSL
tengingar 2-3000 kall á mánuði, engin start kostnaður og 90% af Downloadum
eru local! Þar kosta venjuleg símtöl heldur ekki krónu, bara fast
mánaðargjald! Gagnaflutningur til okkar kostar fjandanum meira…..veistu
hvað viðhaldið á Cantat kostar????

Hérna hafiði það

[-ESF-]Gemini[-ESF-]