Já ykkur fannst það frekar skondið að lesa þessa fyrirsögn ekki satt?
En þetta er raunveruleikinn. Svo virðist sem franskt fyrirtæki tók sig saman og gerði stuttmynd ( 6 mín ) sem virðist gægjast inn í heim Counter-Strike.
Geðveiki eða Snilld?
Var þetta tómt rugl hjá þeim að búa til Counter-Strike mynd? Hver væri ekki til í að horfa á mynd sem gerist í de_dust eða de_aztec. Tja þeir hugsuðu út í það og ákváðu að búa til þessa mynd en hún var einkum gerð vegna þess hve vefsíða þeirra var illa sótt. Semsagt þeir ákváðu að búa til myndina og hafa hana vistaða á heimasíðu þeirra svo hægt væri að dl-a henni.
Þegar leið á “production” ferlið þá fannst þeim þetta ótrúlega gaman og kynntust þeir leiknum mjög mikið. “Þetta var einsog að lifa tölvuleikinn” sagði einn leikaranna. Myndin er fáanleg hérna: http://www.cine-courts.com/cs/trailer.htm en það þarf að skrá sig inn hjá þeim til að geta downloadað henni.
Ég þekki nokkra menn sem þekkja ýmislegt í þessum svokallaða “kvikmyndaheimi” og þeir segja að við þurfum ekki að bíða lengi eftir myndinni Counter-Strike , The Movie.
Svo virðist sem aðstandendur CPL og og fleirri móta hafa reynt að kýla þetta í gegn og einnig hafa ýmisleg klön sem eru stór nöfn í Counter-Strike heiminum vakið athyglina á því að Counter-Strike mynd myndi gera góða hluti.
Vonandi að við fáum að sjá alvöru lifandi fólk spilandi í alvöru lifandi borðum hehe :)