Brá mér nú frekar þegar síðan hafði hlaðist að þar var ég kominn á síðu þar sem á forsíðunni gat maður downloadað svindlum fyrir öll möguleg HL mod, brá mér nú helst hvað það virðist vera einfalt að ná sér í þessi svindl, sem dæmi þá sá ég bara á forsíðunni, því að síðuna skoðaði ég ekkert frekar, voru linkar á OGC, 4-5 mismunandi útgáfur af wallhack, Aimbot, anti recoil forrit og margt fleira, og við hvern link stóð version af hlguard og öðrum anticheat forritum til að segja manni upp að hvaða útgáfu af anti cheat forritinu þetta slapp framhjá.
Þar rak ég td augun í að þessi nýjasta útgáfa af OGC væri ekki finnanleg af nýjustu HLGuard útgáfunni, í sömu línu var líka minnst á að nýjasta upgrade af VAC (sem er Valve Anti Cheat fyrir þá sem ekki vissu það fyrir) greindi þetta ekki heldur.
Datt mér þá í hug, eru svindlvarnir nægilegar, er ekki eina sem virkar séu actívir admin/rcon notendur sem vita hvernig þetta lítur út frá fyrstu persónu, t.d. að ef rcon notandi væri á server og grunaði mann um wallhack, að rcon notandinn hefði leyfi til að fara í spectator og ræsa wallhack sjálfur til að taka allan vafa af, á móti kæmi náttúrulega að þá gæti rcon notandinn freistast til að nota wallhackið til einkanota (fragga eins og mafakka).
Vildi ég með þessarri grein aðeins reyna að rífa upp umræðu um svindl og svindlvarnir og einnig hvort að rcon notendur á serverum séu nógu actívir til að sporna við þessu.
Steini (cs,irl,irc,allur pakkinn)
Irc; Tianamen