Halló og gleðilegt nýtt ár.
Þessi grein er um botta og notagildi þeirra. Ég veit að margir vita þetta flest allt fyrir þannig þeir sem vita þetta þurfa ekkert að tjá sig um málið nema þeir séu að segja eitthvað annað enn “ohh hver vissi þetta ekki”. Það eru fullt af fólki sem kann eiginlega ekkert á botta og ætla ég hins vegar að reyna að kenna þeim á þá.

Bottar eru notaðir fyrir fólk sem eru annaðhvort ekki með eða hafa ekki
aðgang af Internetinu eða vilja einfaldlega bara æfa sig með þeim
í staðinn fyrir raunverulegt fólk. Einnig er gott að taka sér hvíld
frá public serverum ef maður er þreittur að allir séu að rífa kjaft og þannig
og þá er gott að hafa botta.

Bottar eru einhvers konar tölvu forrit sem lætur tölvu keppa á móti
þér í staðinn fyrir menn (er samt alveg eins í útliti og allt, bara öðruvísi hreifingar)
og sá sem á server getur ráðið meðal annars yfir mörgum commandum
(kem að commöndunum á eftir) á bottum eins og hvernig byssur þeir spila með.

Bottar fara eftir eins konar leiðbeiningum (kallast WAYPOINTS kem einnig að þeim á eftir)
í borðinu sem eru settar út um allt. Þeir fylgja þeirri slóð sem er sett fyrir þá
og stundum tvístrast slóðin og getur bottinn þá valið hvora leið hann fer.

Allt í lagi hér byrja ég að segja frá kostum og ókostum PODbotta.

Kostir
NR.1/Þeir rífa aldrei kjaft eða eru með stæla
NR.2/Þeir hlýða öllum commandum um þá sem þú segir.
(t.d. getur látið þá bara verið með hnífa ef þú vilt)
NR.3/Þótt þú sért dáinn þarftu ekki að bíða eftir að roundið
sé búið. Þú getur sett, tekið og drepið þá eins oft/marga og þú vilt.
NR.4/Þú ræður hve erfiðir þeir eru og getur breytt skills þeirra
eftir hve góður þú ert.

Ókostir
NR.1/Þeir geta verið pirrandi á marga vegu t.d. þeir vita oftast um þig
þó þú sért bakvið vegg, þeir geta stundum verið óþolandi hittnir,
þeir gera stundum alveg ómögulega hluti einsog að hoppa, snúa sér í hring
og hitta headshot með AWP/M og þeir eru stundum tregir.
NR.2/Það er ekki það sama að spila með þeim og ekta mönnum
maður er ekki í jafn góðum fíling og það er soldið einmanalegt.
NR.3/Þeir eru soldið léttir og fyrirsjáanlegir.

HÉR FÆRÐU PODBOTTS

Allt í lagi nú fer ég yfir allskonar commönd, stillingar og botta dót.

Fardu inn í MY COMPUTER, harðadiskinn (local drive eða C drive), SIERRA, Half-life, CStrike, PODbot.
Þarna inni í þessum fæl eru mest allt um botta og þar breytirðu þeim.
Þarna eru 15 stykki af documentum eða fælum. Við förum ekkert í gegnum fælana
bara í gegnum text og notepad documentin, hitt er aðalega bara
waypoints möppur (ekkert vera að fikta í þeim)
Við byrjum á fyrsta documentinu sem heitir BotChat.txt.
Inni í þessu documenti geturu breytt say textanum þeirra (hvað þeir skrifa/segja).

Nokkuð sem þið ættuð að vita hvað þýðir áður en þið skoðið documentið og það er hvað öll þessi % þýða.

%f er leikmaðurinn með flestu stigin.
%m er nafnið á mapinu.
%r er hve mikið roundtime er eftir.
%s er nafn á leikmanna sem þeir eru að svara.
%t er nafn á lifandi liðsfélaga.
%v er nafn leikmans sem bottin drap.

Allt í lagi núna geturu breytt eins og þú vilt.
Þegar þú vilt ráða/breyta hvað þeir segja þegar þeir planta
ferðu fyrir neða stafina [BOMBPLANT] og þar sérðu nokkra texta sem
þeir segja þegar plantað er. Þú getur breytt þeim með því að stroka þá út og
setja nýja/n texta í staðinn eða bara skrifa nýjan.
Þegar þú vilt ráða/breyta hvað þeir segja þegar þeir drepa þig/einhvern
ferðu fyrir neða stafina [KILLED] og þar sérðu nokkra texta sem
þeir segja þegar þeir drepa einhvern. Þú getur breytt þeim með því að stroka þá út og
setja nýja/n texta í staðinn eða bara skrifa nýjan.
Bæði [KILLED] og [BOMBPLANT] textar eru sagðir í miðjum leik en það er einn
texti í viðbót og nota bottar hann þegar þeir eru dauðir. Sá texti heitir [DEADCHAT].
Þú getur breytt þeim með því að stroka þá út og setja nýja/n texta í staðinn eða bara skrifa nýjan.
Þá munu þeir segja þetta þegar þeir eru daudir og að bíða eftir nýju roundi.

Næsta document heitir BotLogos.cfg.
Inni í þessu documenti eru spray logo bottanna.
Ég er enn í vandræðum með að breyta því og held að það sé ómögulegt.
Þætti vænt um ef einhver gæti sagt mér hvernig það er gert ef það er hægt.

Næsta document heitir BotNames.txt.
Inni í þessu documenti eru nöfn bottanna.
Þú getur breytt nöfnum bottanna með því að stroka þau út
og setja ný í staðinn. Þú verður samt að passa að það sé ekki # merki
fyrir framan nöfnin eða hafa 1 enter bil milli nafna. Þau eiga að vera eins og
þau eru uppsett. T.d má ekki hafa svona.

#Palli

Gunni #Villi

Heldur það á að hafa það svona.
#
Palli
Gunni
Villi
#

En þið viljið kannski ekki hafa [POD] fyrir framan nöfnin þeirra
og það er HÆGT að taka það í burtu en það kemur fram í öðru documenti
(kem að því á eftir).

Næsta document heitir Botskill.cfg.
Inni í þessu documenti geturu breytt skillsinu þeirra.
Hér geturu breytt alveg öllu um hve góðir þeir eru. Hér eru alveg fullt af rusli
sem hægt er að breyta. Nú ætla ég að útskýra hvað hvert gerir.
MIN_DELAY er hve lítið í minnsta lagi hve langur tími líður áður en þeir taka eftir þér ( því minna því betri eru þeir).
MAX_DELAY er hve mikið í mesta lagi hve langur tími líður áður en þeir taka eftir þér (því meira því lélegir eru þeir).
MIN_TURNSPEED er hve margar gráður þeir geta snúið sér í minnsta lagi (því minna því lélegri eru þeir).
MAX_TURNSPEED er hve margar gráður þeir geta snúið sér í mesta lagi (því meira því betri eru þeir).
AIM_OFFS X/Y/Z er ekki viss hvað gerist ef þú breytir þessu en veit að þetta tengist hittni þeirra.
Myndi ekki fikta mikið í því nema þú vitir hvað þú ert að gera.
HEADSHOT_ALLOW er hve miklar líkur/prósent er að bottar hitta headshot (því meira því betri eru þeir).
HEAR_SHOOTTHRU_PROB er hve miklar líkur/prósent er hvort bottinn heyri í þér gegnum vegg og geti skotið þig í gegnum vegginn (því meira því betri eru þeir)
SEEN_SHOOTTHRU_PROB er hve miklar líkur/prósent er hvort bottinn geti skotið þig í gegnum vegg ef hann sá þig fara bakvið vegginn (því meira því betri eru þeir.

Þá er allt upp talið og getið þið breytt þeim eftir ykkar vilja.

Næsta document heitir BotWeapons.cfg.
Inni í þessu documenti geturu breytt vopna notkun þeirra.
ATH: Þú þarft að fara mjög varlega í þessu documenti, 1 villa getur lagt bottana í rúst.
Allt í lagi hér er listi yfir hvaða númer allar byssurnar eru í þessu documenti.
Hundleiðinlegt að fara í gegnum þetta doc. og geðveikt erfitt að útskýra það skriflega. En jæja allt fyrir ykkur:)

COPY/PASTE frá BotWeapons.cfg.
# 0 - KNIFE
# 1 - USP
# 2 - GLOCK18
# 3 - DEAGLE
# 4 - P228
# 5 - ELITE
# 6 - FIVESEVEN
# 7 - WEAPON_M3
# 8 - XM1014
# 9 - MP5NAVY
# 10 - TMP
# 11 - P90
# 12 - MAC10
# 13 - UMP45
# 14 - AK47
# 15 - SG552
# 16 - M4A1
# 17 - AUG
# 18 - SCOUT
# 19 - AWP
# 20 - G3SG1
# 21 - SG550
# 22 - M249

Allt í lagi núna útskýri ég hvernig þú breytir hvaða vopn þeir nota.
Undir orðinu [STANDARD] ætti að vera einhverskonar svona röð
-1,1,0,2,2,0,1,2,2,2,1,2,0,2,0,0,1,1,2,2,0,1,2

Þessi röð þýðir einfaldlega hvaða byssur hvort lið botta má kaupa.
-1 = Hvorugt liðið má kaupa
0 = Terror liðið má kaupa
1 = Counter liðið má kaupa
2 = Bæði liðin mega kaupa

ATH: Þú getur ekki látið CT botta kaupa ak-47 eða Terror vopn (fer allt í rúst).
Ef þið skoðið þetta vel (og teljið) sjáið þið að tölurnar ættu að vera jafnmargar og byssurnar.
Það þýðir að Þar sem stendur -1 í byrjun er bannað að KAUPA hníf fyrir bæði liðin en síðan sjáiði 1 strax eftir það og það þýðir að CT geta keypt USP.
Ef þið skiljið þetta ekki alveg getið þið sent mér skilaboð
eða talað um það hér á þessari grein og ég geri mitt besta til að útskýra það.
Síðan kemur að Weapons priorities (Þýðir vopna forgangsröð) og það er hvaða vopn þeir nota mest.
Ef þú hefur röðina svona:
0,1,2,6,7,8,10,11,12,13,14,21,5,4,3,9,18,20,19, 17,15,16,14
Þá notar bottinn Ak mest síðan M4A1, Commando, Steyr Aug o.s.fr.
En ef þú hefur röðina svona:
0,1,2,6,7,8,10,11,12,13,14,21,5,4,3,9,15,20,17, 16,22,18,19
Þá notar bottinn AWP mest síðan Scout, M249 (para), M4A1 o.s.fr.

Næsta document heitir PodBot.cfg.
Í þessu documenti eru allkonar stillingar um botta og ætla ég að nefna flest allar.
Það eru 2 stillingar fyrir þau flest (on og off).

Detailname= Ef þú stillir á off þá er “ekki POD” fyrir framan nöfnin þeirra.
Botchat= Ef þú stillir þetta á off geta bottarnir “ekki skrifað neitt”.
Jasonmode= Ef þú stillir þetta á on þá reyna þeir að “hnífa þig” ef þeir komast innan við 3 metra að þér.
Inhumanturns= Ef þú stillir þetta á on þá ertu búin að gera bottana alveg “ótrúlega góða” (er fyrir lengri komna spilara).
Botsfollowuser= Er hve margir bottar “fylgja þér” ef þú gerir “follow me” í radio.
Maxweaponpickup= Er hve mörgum sinnum þeir mega “dropa vopni” sínu fyrir annað í roundi.
Shootthruwalls= Ef þú stillir þetta á on þá geta bottar “skotið í gegnum veggi” (ekki með svindli bara einsog hurðina í de_aztec).
Botspray= Ef þú stillir þetta á on þá geta bottar “sprayað logoinu” sínu

Jæja þá er ég eiginlega búin með flest allt um botta nema náttúrulega fullt af waypoints commandum og funny commandum. Ég ætla ekki að gera neitt um Waypoint í þessari grein en ég gæti hugsað mér að gera aðra grein (sem á þá aðalega bara að fjalla um Waypoints) ef það verður sent mér nógu margar beiðnar um það. En ætla ekki að hafa þessa grein lengri en að lokum ætla ég að gefa ykkur nokkur fyndin (ekki beint fyndin bara sniðug) commönd fyrir botta sem á að skrifa í miðjum leik í console .

Tronysback= Gerir bottana bláa eða rauða á litinn (ct blátt/terror rautt) geðveikt sniðugt ef maður er ekki með góða upplausn. Maður sér þá betur.
Itsnewyear= Lætur alla botta fá stjörnuljós.
Iamhauntid= Lætur þig geta séð í gegnum botta (gerir þá HÁLF ósýnilega) einsog þeir væru draugar).
Veit 5-8 önnur sniðug commönd man þau bara ekki, á eftir að fletta þeim upp.


Láta ykkur vita að þetta er einungis ætlað CS spilurum sem kunna ekki á botta megið samt alveg koma með comment um grein svo framarlega sem það er ekki bara kjaftur. Ef það er eitthvað meira sem þið viljið segja/spurja mig um botta mun ég glaður gefa ykkur þær upplýsingar sem ég hef (sem er næstum allt um botta) bara að e-maila eða senda skilaboð (getið líka bara spurt hér um eitthvað).

Bara svona í endan ætla ég að þakka fyrir mig og óska ykkur öllum góðs árs og einnig fara þakkir mínar til ALLRA adminna huga og stjórnenda á http.www.hugi.is/hl og einnig sérstakar þakkir til Skinhead og pabba (ekki mömmu hehe). GL & HF með bottum á nýju ári.