Eins og flestir tóku eftir, þá varð töf á útgáfu Steam 2.0 og Counter-strike Beta 1.6, en það er ástæða fyrir þessu öllu saman.
Allir voru svo æstir í að prufa þessa betu að enginn(nema ég ;) pældi eitthvað í hlutunum. Um leið og ég sá á #Counter-strike.is að hægt væri að downloada Stream 2.0, þá var það fyrsta sem ég gerði að fara á www.Fileplanet.com, en ekkert var þar að finna um þessa blessuðu betu, þá fór ég að hafa áhyggjur. Ég heimsótti www.Counter-Strike.net, en þegar ekkert var þar að finna, þá fór fattaði ég hvað væri á seiði.
Það var augljóst að þetta var Unofficial release, þ.e.a.s. lekin útgáfa af Steam 2.0. Og þeir sem láku henni voru ekki ValveSoftware heldur meðlimir leikjapressunar (game media). Af þeim sökum var seinkað útgáfu Steam 2.0 og betunnar. Þannig að það er engin ástæða fyrir að kenna Valve um, kennið frekar um þeim sem láku Steam 2.0.
Eins og ég skil þetta, þá var lekið Steam 2.0, sem einfaldlega var ekki rétt útgáfa, því mér skilst að hún hafi downloadað útgáfu af betuinni sem var nánast óspilandi, og hef ég heyrt mikið talað sum stærð betunnar, en svona hugsaði ég hana: Þarf að downloada CS1.5 + update, sem væri a.m.k. 150mb, svo eru var að koma svo rosalega mikið nýtt inn, nýr fítus í grafík vélina, ný möpp og svo Vgui 2 sem er áræðanlega mjög stórt. Því reiknaði ég með því að complete download væri svona um það bil 200-220mb, og ég neita bara að trúa að downloadið nái 400mb, því CS yrði þá um 700-800 unzipped, og hvað ætti að taka svona mikið pláss?
Gerið bara eins og ég, bíðið þangað til CS1.6 er kominn út, ekki downloada betuna, þar að auki yrði maður bara pirraður á að spila buggy betu. Og downloadið CS1.6 þegar þið þurfið ekki að skrá ykkur eitthvað sérstaklega, og getið downloadað þetta innanlands.
Kv.
Sindri S.