Sunnlenska Clanið AirBorn hefur ákveðið að safna undirskriftum til þess að hvetja til “betri” leikaþjóna, sjá má nánari upplýsingar á http://213.220.73.69/server/.
Þar segja þeir að leikir þurfi þessa lágmarksbandvídd, sem er náttúrulega alveg rétt, og vilja að eitthvað fyrirtækið taki sig á og setji upp almennilega leikjaþjóna fyrir fjölspilunarleikinn Counter-Strike. En það sem þeir vita ekki er það að skortur á bandvídd er EKKI rót vandamála okkar á leikjaþjónum.
Það er Síminn Internet sem á í vandræðum með þjónustu sína og hafa margir gefist upp á Símanum og farið yfir til annarra fyrirtækja.
Undanfarið hafa notendur Símans Internet þjást af háum svartíma(ping) hjá þeim og skilst mér að þetta vandamál hafi verið rekið til BBras hub Símans, en það má vera að það sé ekki alveg 100% rétt hjá mér.
Síminn er að reyna að laga þetta og ætla þeir að taka tíman sinn í þetta, þ.e.a.s. 3 mánuði í að rannsaka þetta. Eins og fólk tók líklega eftir á Half-Life áhugamálinu var búið að setja upp smá auglýsingu sem hét, að mig minnir: “Laggar þú?” og þar var hægt að skrá sig á beintengingu við síman, í þeirri von um að svartíminn myndi aukast aðeins.
Ég skráði mig ekki og veit því ekki hvernig þetta hefur heppnast hjá Símanum, en ég get verið nokkuð viss um það að þótt að það verði settir upp nýjir serverar, þá efast ég um það að svartíminn lagist eitthvað.
Með fyrirfram þökk,
Sindri S. “Kamino”