Það spurði einhver mig í seinustu grein afhverju ég læti þetta inná HL áhugamálið þá er það afþví þetta kemur online leikjum við. Auk þess sem ég vil getað spilað CS á meðan ég downloada og það eru allir hér , nenni ekki að pósta þessu þar sem ein hræða les þetta og fer síðan að spila brids.
Hér eru meiri útskýringar og upplýsingar fyrir þá sem trúa því í raun að við eigum skilið betri internettengingar heldur en þetta sorglega hægvirka ofhlaðna kerfi okkar eins og það er.
Einnig ætla ég að útskýra fyrir þeim sem halda þetta sé of dýrt fyrir ísland afhverju þetta er það ekki og smá grunnkennslu í landafræði og tölfræði.
Drægni VDSL er ríflega 1/3 af drægni ADSL. Semsagt ættu 1/3 af ADSL notendum verið með VDSL. Eftir að búið er að leggja allar þessar ljósleiðaralínur útúm allan bæ er mjög auðvelt að setja örfáa kassa niður sem miðstöðvar til að auka breiðni VDSL.
Veltið þessu fyrir ykkur , þeir sem eru með 1,5mbps/756kbps tengingu hjá símanum borga meira fyrir það en 13mbps/1mbps tenging kostar á grundarfirði, af öllum stöðum.
Það margir telja að sé galli við ísland að það séu einfaldlega of margir sem búa í meiri fjarlægt frá símakössum heldur en 1,5km eru það ranghugmyndir. Að þetta sé dýrara er svolítið barnalegur hugsunarþáttur , auðvitað er þetta dýrara þar sem ADSL búnaður er til fyrir og ekki þarf að kaupa hann. Maður þarf ekki að ná MAX hraða endilega á VDSL , en uppfærsla úr 512kb tengingu í 13mbps tengingu er ekki neitt til að skíta á og það er minnsta mögulega tengingin á VDSL.
Þéttbýli reykjarvíkur er um 47 ferkílómetrar(þá er ekki meðtalið seljtarnarnes og strandlínan er skorin á milli kópavogs og fossvogs , þó eru breiðholt,grafarvogur,árbær innifalin í þessu , þessar tölur eru fengnar hjá gatnamálastjóra).
Þetta þýðir að það þurfi 16 símstöðvar eða örlítið fleiri til að ná yfir þetta svæði. Þær eru 9 eins og er. Þetta er um 60% Þekja sem er fyrir á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem myndu vilja fá sér VDSL.
Svona til smá viðmiðunar Hverfisgatan öll er 1km
Frá hlemm niður á ingólfstorgi er 1460m.
Gefum okkur að við bætum við seltjarnarnesi og þá þurfi eina símstöð í viðbót ,, þá eru til fyrir 10 af 17 símstöðum sem þarf til að taka næstum alla.
Þetta eru 116.268 manns af heildarfjöldanum á íslandi.
Ef við bætum við Kóp,gbæ og hafnarfirði(álftanes er inní þessu)
Þá eru til fyrir 6 símstöðvar og þarf um 4 í viðbót.
Við þetta bætast 54.637 manns.
Semsagt allt í ALLT.
Þá eru til fyrir 16 símstöðvar og þarf 11 í viðbót (samtals 27) til að þekkja næstum allt höfuðborgarsvæði.
Þetta eru 170.905 manns. (Rúmlega 60% allra landsmanna)
Seinast þegar ég vissi voru um 17.000 manns sem nota adsl.
Gefum okkur ráð fyrir að bara helmingur þeirra væri tilbúinn til að borga 5þús krónur í viðbót fyrir 13mbps/1mbps tengingu.
Það eru 5.000 x 8.500 = semsagt 42 milljónir á Mánuði.
12 x 42 = 504 Milljónir á ári.
Gefum okkur að kostnaður við línu á hvern einstakling sé hvað 50þús krónur.
50.000 x 8500 = 425.000.000 eða 425 milljónir.
Þá eru enn eftir 80 milljónir fyrir uppsetningu á öðrum búnaði og launum starfsmanna og svo framvegis.
Ég veit ekki hvað kostar að setja upp svona auka símstöð á ákveðnum stað í einhverjum bæ.
En fyrir 500 milljónir á ári tel ég að hægt sé að koma ýmsum hlutum í gang.
Vona þetta lýsi aðeins betur ljósi á málið.
Og þið sem eruð útá landi og ætlið að kvarta , þið hefðuð bara átt að fæðast á grundarfirði þar sem það er VDSL nú þegar =)