Fortíð, nútíð og framtíð? (og nei ég kann ekki að skrifa stuttar greinar)

Ég ætla hérmeð að tala um þetta þrennt varðandi þessa þrjá yfir-ráðandi fyrstu-persónu skotleiki. Q3, AQ og CS(Þótt ég sé plebbi en ekki þurs(þannig séð,

dafla meira í cs en aq og q3) þá ætla ég að amk *reyna* að að koma fram með nokkuð hlutlaus komment og rök yfir þessa 3x leiki).

Ég ætla að byrja þessa grein um hvernig ég snerti þessa leiki fyrst.

Ég man ekki allveg hvenær það var. Það var vetur, það eitt er víst(en þá náttlega hérna á íslandi þá er vetur í 8/9 mánuði ársins)
Ég spilaði mikið af quake eitt á sínum tíma. Vissi að vísu ekki mikið um neitt(eins og maður á það til með að gera þegar maður er uþb 15 ára gamall)
10 bekkur var búinn(vá 4 ár síðan.. and look. I haven´t grown a bit(Growing old is unavoidable. Growing up is optional))
Ég fór á LAN með nokkrum félögum mínum og tilgangurinn var að spila einhverja skemmtilega leiki. Vandinn var að við smökkuðum fyrst AQ og eftir það var ekki

hætt. Við spiluðum bara AQ á þessu lani. Þessir piltar höfðu að vísu spilað AQ á undan mér þannig þeir þekktu vígvöllinn betur en nýgræðingurinn ég. Ég vissi

ekki einu sinni hvað “streifdjömp” væri.
Þeir kölluðu sig [CoS] Þeir höfðu fengið taggið frá klani sem “hafði verið” áðurfyrr. En eins og gerist, þá fóru “allir þeir bestu” úr því og skildu einn til

tvo menn eftir með taggið til þess eins að endurbyggja klanið upp með vinum sínum. En þeim(ex CoS) fannst það ekki góð hugmynd að byggja klanið upp á nýjum

grunni. Þeim fannst þeir vera “eyðileggja” gamalt tagg og vera “draga taggið upp úr leðju n00bismans”(spyr ég. Afhverju hættu þeir þá í klaninu og skildu fáa

eftir?).(nóg um gamla tímann)

Mér fannst AQ inn skemmtilegur vegna þess eins að hann var (amk soldið) raunverulegur. Það er að segja, raunverulegasti leikurinn á svæðinu. En svo kom

streifdjömmpið sem og turnacampið sem breytti leiknum soldið fyrir mig. Ég sá *raunveruleikastigið* einhvernveginn hverfa frá leiknum og af einhverjum

ástæðum þá missti ég áhugann. Því stuttu síðar kom út leikur sem ég ákvað að prófa Half-Life. Leikur um vísindamann sem tekur þátt í tilraun þarsem *bla bla

bla bla bla(langur leikur, sem/og söguþráður)*
En í honum kom fram ákveðið skemmtana gildi. Vandinn við hann.. er að hann var EKKERT raunverulegur(fyrir utan það að maður skaut fólk.. og var með *næstum*

þvi raunveruleg vopn. En það vantaði “swat” fílínginn í ´etta. Þannig aðrir leikir höfðuðu til mín. En enginn eins og AQ hafði gert. Afhverju? Afþví í AQ þá

var maður BARA á móti fólki(og/eða bottum)

Eftir miklar vangaveltur þá gafst ég upp á HL og hélt mig við AQ ennþá(var ekki með net-tengingu. Þannig LÖN voru möst fyrir ungann spilara eins og mig)

Ég notaði tengingu skólans til að skoða quake korkana á huga sem og myndasíðu X-rated(sem er btw: nostalgía. Maður er ekki neitt nema hafa skoðað hana)

Um þetta leiti voru [CoS] í hörku rifrildi á huga(eftir að hann kom upp það er að segja) um taggið. Eftir þónokkrar vangaveltur þá gáfu þeir upp

taggið(hópþrýstingur?!?) Um þetta leiti spilaði ég aðallega <a href="http://ahl.action-web.net/“>Action Half-Life</a> sem var/er nokkuð skemmtilegur. Vandinn

við hann er að hann endist ekki mikið. Amk ekki jafn mikið og AQ. Quake 3 var kominn út en hann var aðallega spilaður online. Og þarsem undirritaður var ekki

með tengingu þá spilaðist Q3 lítið hjá mér.

Einn daginn þá talaði ég við skólafélaga minn um nýja AHL sem var að koma út. Og hann benti mér á CS. Ég hugsaði með mér ”Tölvuleikur þarsem manni blæðir

ekki. Pfff hver vill það“

Og ég hélt mig við AHL í nokkrar vikur í viðbót. En eftir að ég fékk nóg af meingölluðum kóða og ákvað að smakka CS. Viti menn, ekki nóg með að hann hafði

ágætann hitbox kóða, heldur þá voru bara mennsk player-módel í leiknum. Engar geimverjur(já þú last rétt) heldur bara fólk og mennsk vopn. Og hann hafði það

eina sem ENGINN annar leikur hafði. Það er að segja, möguleikinn að skjóta í gegn um veggi/gólf. (Vissi ekki að það væri hægt í q3 með rail. Hvort það hafi

verið hægt á þeim tíma, er ekki viss)

Ég varð háður. Þessi leikur var ótrúlega ávanabindandi og hafði raunveruleika-stigið sem AQ var ekki með. Né neinn annar leikur.
En eins og allir aðrir góðir raunveruleikir, þá varð hann að hafa ákveðið óraunveruleika-stig sem vegur á móti til að gera leikinn mjög skemmtilegann. Minn

besti vinur á þeim tíma var kominn með ADSL tengingu og var byrjaður að láta skólagönguna sína þjást fyrir fíkn stafrænnar leikaskjemmtunar. Hann sagði mér

hversu ótrúleg gaman það var að geta spilað þetta á netinu og ég lét fallast.Stuttu síðar ákvað ég að splæsa á mig allsvakaleri ADSL tengingu(var nýkomið á

þeim tíma). Hann hafði komist inn í eitt besta klanið á landinu ”Love“.

Ég setti mér það markmið að spila eins mikið og ég mögulega gat á eins stuttum tíma. Til þess eins að geta komist inn í gott klan. Við tóku tveir mánuðir af

stöðgri CS spilun. Ég var við það að komast inn í eitt gott klan… nema daginn sem ég átti að ”komast inn" þá hætti það(guð blessi [VL]) Ég hætti að hugsa

um það og reyndi að koma mér inn í gott klan. Eftir 2 mánuði þá komst ég inn í Love. Á afmælisdaginn minn þá komst ég inn í Love(31 jan 2001)

En upplifun mín á AQ var ekki búinn. [CoS] urðu að [DON] (sjá síðasta komment um *hópþrýsting* ;D) Því AQ strákarnir döbbluðu aðeins við CS en gerðu þá

skyndiákvörðun(eins og allir aðrir AQ drengir) að CS = CAMP!

Ég skildi það ekki því að í CS þá þurfti maður alltaf að leysa verkefni og ef þau voru ekki leyst, þá tapaði annað liðið. Sem hindrar camp.
(núna erum við komnir út úr minni endur-rifjun á cs og aq og yfir í rök hluta greinarinnar)

AQ og Q3 drengir/menn sögðu að CS væri camp leikur. Ég bara skildi þetta ekki. Þetta er tölvuleikur sem hefur markmið. Annað en AQ og Q3(að ég hélt. Silly

me)

Mér fannst meira stratt í CS en í AQ og Q3.. Þessvegna hélt ég mig við CS. En fyrir ekki svo löngu, þá komst ég að því að ég hafði mjög rangt fyrir mér.

CS: commando style leikur. Mjög n00b friendly. Strategía sem gengur út á markmið. Sókn og vörn. Terr eiga að sækja að CT´s og eiga að setja niður sprengjuna.

Við það að setja sprengjuna niður snýst taflið við. CT´s eiga að sækja að verjandi Terrum. Terroristar hafa oftast 3-5 leiðir inn að sprengjusvæðunum, sem

eru oftast 2.

AQ: Allir menn byrja jafnir. Allir byrja með vopn. Og munurinn er sá að það er ekkert markmið í AQ, nema það að drepa andstæðinginn. Í AQ þá getur vörn líka

breyst í sókn. Vegna þess að þegar eitt lið er að verja ákveðið svæði, þá eru þeir í vörn. Ef einn maður úr óvinaliðinu nær að skjóta í teammate þá breytist

vörn þeirra í sókn. Gefandi það að að hann sé ekki skotinn strax.
AQ virkar þannig að bæði liðin byrja með samtals 500 í healthpoint. Ef einn í liðinu missir einhver Hp. þá verða þeir að sækja að andstæðingunum til að geta

jafnað metin/unnið. Vörn gengur út á að hver maður ver hver sinn punkt.

Ég tók vel eftir einu varðandi báða leikina. Camp var víst ekki vel metið.

Í AQ var spilað camp til að verja svæði og verja liðsfélaga sína.
Í CS var spilað camp til að verja innkomustaði að sprengjusvæðum.

Ég vissi ekki hvernig Q3 var spilaður. Þartil ég tók til að specca nokkur demó og hugsaði aðeins um leikinn. Ég komst að því að Q3 er þónokkuð erfiðari en ég

hafði haldið. Q3 var líka með camp.. nema camp í Q3 gengur út á að verja ákveðin svæði, frekar en að halda kyrru fyrir á einum stað. Q3 er með vopn sem það

skiptir ekki máli hvort maður sé á hreyfingu ellegar ei.
Vandinn við Q3 er að hann inniheldur ekki mikið af “nýju blóði” eins og CS og AQ eiga til með að hafa(kannski meira CS en AQ, en svona gerist)
Ef mér leyfist að vitna í [DON]TazZman
“Skoðum málið aðeins betur. Núna á síðasta skjálfta komst pr ekki í top 3 sætin, og eiga þeir nú alveg örugglega sæti í þessum top 3 lista þínum. pC komust í

2. sætið eftir að hafa farið sennilega erfiðustu leið sem þeir gátu farið. Síðustu 3 skjálfta hafa 3 mismunandi clön unnið aqtp titilinn, á meðan í q3 hafa

það verið murk, murk og…. tja….. murk?”

Annað komment sem ég sá um daginn var kall frá fyrrverandi plebba og núverandi þurs(RavenKettle, þú veist hver þú ert!)
<a href="http://www.hugi.is/hl/greinar.php?grein_id=57643 “>Þetta</a> er greininn sem hann skrifaði. Hann kemur þarna með nokkra góða punkta(að vísu skil ég

ekki afhverju hann minnist á ”camp" þarna.

Eini vandinn við Q3 er að það er erfiðara að byrja í honum en í t.d. CS. Því í CS þá eru public servera ÞÓNOKKUÐ n00b friendly. En CA(clan arena) er kannski

n00b friendly… en ekki jafn friendly… ekki nærri því jafn friendly :(
Hvernig getur n00ba klan byrjað í Q3 og náð að vinna sig upp í nokkuð pró level þegar það eru bara til tvær tegundir af Kveikurum: Pro og rest ;) (smá grín..

kannski ekki svo gróft en þið skiljið hvað ég meina)

Hinsvegar er því ekki neitað að MurK ráða yfir Q3 á íslandi :( (ekki það að ég hafi neitt á móti Murkurum. Bara að ´etta er soldið einhverf stefna. Þeir spila meira en flestir hverjir hérna(skilst mér) Hinsvegar hafa fallen og ice að krafsa í þá.

Þarsem klukkan er orðin seint þá kýs ég að klára þetta bara.. núna.

Es: Sagan mín er á leiðinni. Bíðið róleg(skólinn og vinna eru búin að lagga hana niður)
Ees: Ef næsta grein mín kæmi út á undan Sögunni, þá verður hún um pólitík og spurninguna hvort maður sé tilbúinn að hætta í klani fullum af vinum sínum til að vera deticated. *hóst*