Til okkar ágætu viðskiptavina með ADSL-tengingar!

Eins og þú getur hafa tekið eftir síðustu vikur, hefur svartími á Internetþjónustu Símans Internet um ADSL-tengingar, ekki ætíð uppfyllt kröfur til rauntímaþátttöku í netleikjum. Við biðjumst velvirðingar á því. Við gerum okkur grein fyrir alvarleika málsins og þökkum þolinmæði viðskiptavina okkar. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta gæði tenginganna og með það fyrir augum viljum við bjóða þér eftirfarandi :

Síminn Internet býður þér að taka þátt í tæknilegri tilraun til lausnar á þessu vandamáli. Keyrsla lausnar þessarar mun standa í þrjá mánuði, eða til 1. mars og þátttaka í henni án viðbótarkostnaðar þessa þrjá mánuði.

Lausnin felst í því að ADSL tenging þín yrði endurskilgreind og þar með fast tengd við Símann Internet. Ef ADSL tenging þín er nú notuð til að tengjast fleiri þjónustuaðilum en Símanum Internet, t.d. fyrirtæki vegna fjarvinnu, er því ekki mælt með þessari gerð tenginga.

Til að óska eftir þátttöku getur þú sent tölvupóst á “simnetadsl@simnet.is” með þeim upplýsingum sem beðið er um hér að neðan. Eftir þessa þrjá mánuði verður tengingin færð aftur til fyrri skilgreiningar, nema þessi gerð tenginga verði boðin áfram og þú kjósir að halda henni.

Stefnt er að því að tengja fyrstu þátttakendur föstudaginn 29. nóvember og það mun taka allt að tveimur vikum að tengja alla þátttakendur.


Skráningarupplýsingar :

Nafn rétthafa Internetáskriftar :
Kennitala rétthafans :
Notendanafn hjá Símanum Internet :

Nafn rétthafa ADSL-tengingar
Kennitala rétthafans :
Símanúmer sem ADSL tenging er á :


PS :
Síminn Internet áskilur sér rétt til að hætta inntöku nýrra aðila í lausnina hvenær sem er, til að hætta lausninni fyrir 1. mars gerist þess þörf eða hafna einstökum umsóknum um þátttöku.

bestu kveðjur
DaXes
eða
Guðmann Bragi Birgisson
Símanum Internet