Varðandi þá umræðu sem hefur verið um ping og lagg þá er gaman að eftirfarandi komi fram.

Símnet serwerarnir eru ekki að lagga það eitt er víst, ástæða þess að ég er öruggur á því er sú að ég er nú ENDANLEGA búinn að gefast upp á 9 mánaða stríði við landssíman um adsl tengingu mína og farinn annað.

Nú er hafið það stríð að ég ætla mér ekki að greiða fyrir adsl 1.5 mb tengingu sem ekki var betri en 56k módem.

Þegar ég pingaði simnet.is þá var niðurstaðan sú að ég var að rokka frá 10-400 en var þó yfirleitt í 200 að jafnaði, það sér hver heilvita maður að það er rugl.

Til samanburðar þá pinga ég núna simnet.is og er að fá 10-14 í niðurstöður allan tíman, þetta segir mér bara eitt SÍMNET ADSL er að crappa þessa dagana, ekki serwerarnir því þar lagga ég ekkert með nýrri tengingu gegnum aðra en simnet.

Einnig má benda á að ekki er það pc vandamál hjá mér því hingað kom maður frá símanum og fór beinnt í inntakið, tengdi lappan sinn með router og sínu módemi og fékk sömu niðurstöður sem voru jafn slæmar og ég fékk. btv, sá hinn sami og kom frá símanum var á allan hátt hinn hjálplegasti og frábær í alla staði og kann ég honum 1000 þakkir fyrir aðstoðina.

Einnig lét hann skipta um adsl sæti og ég fékk nýja línu en sama var uppá teningnum ég LAGGAÐI, og þá var það komið á hreinnt, ekki serwerarnir, ekki ég, ekki talvan mín, ekki línan mín heldur er það Símnet sem á sökina á laggi serwerana og spilara þessa dagana.

So plz hættið fleymi á þá sem ekki eiga það skilið og látið þá sem eiga það skilið heyra það með því einu að hringja, kvarta og ekki leyfa þeim að komast upp með að segja “hmm ja það mælist fullur styrkur á línunni svo þetta er hjá þér, allt er í fínu hjá okkur” BAHAHA fínu hvað ???.

Ég skora hér með á þá sem eru með sömu vandamál og ég hef nú glímt við allan þennan tíma að gefa report á þennan kork því að ef aldrei kemur fram um hversu stóran hóp er að ræða þá verður seinnt tekið mark á okkur.

[GGRN]HUGO*** lagglaus hjá nýjum adsl veitenda. :]