Mikvilægt er að allir sem ætla sér að taka þátt í Thursinum.CS lesi þessa grein alla, sama hversu latir þeir eru ;)
<b>ATH:</b> Allir þeir sem taka þátt í Thursinum.CS þurfa að hafa Won-ID stillt inní kerfið. Það er gert með því að logga sig inná síðuna, fara í “Stillingar” og slá Won-ID inní þar til gerðan reit á þeirri síðu. Hægt er að finna sitt won-id með því að gera /status á server og sjá töluna sem kemur fyrir aftan nickið manns(ekki alveg fyrir aftan, en langa runan = won-id) eða fara á http://skjalfti.simnet.is/hlstats og í “Search” og slá inn nickið sem þú spilar með á serverum.
<b>Fyrsta lagi:</b> Vegna mikillar eftirspurnar höfum við ákveðið að stækka deildina úr 16 liðum í 32 lið, og verður hún því stærsta Thurs.CS season frá upphafi(correct me if im wrong).
Til þess að þetta sé mögulegt frá server-málum séð þarf að skipta leik kvöldum niður í 2 hópa. Leikdagar verða Mánudagar og Fimmtudagar einsog oft áður, en í staðinn fyrir að allir spili kl: 21:00 einsog áður höfum við ákveðið að 2. deild spili kl: 20:00, og 1. deild kl: 21:30.
Mjög hart verður tekið á því ef að lið mæta of seint, stuttir sem engir frestir verða gefnir.
Skipt verður í deildirnar eftir því hversu góð liðin eru, svona munum við fara að því að raða í þær:
Þau lið sem náðu top 8 árangri á síðasta tímabili (SiC, GGRN, LOVE, DC, DON, Drake, MurK, Von) skiptast í helming og fara í sitthvorn riðilinn í 1. deild(4 og 4). Byggt á fyrri árangri munum við velja 16 bestu liðin af þeim sem eftir eru þegar búið er að taka þessi 8 í burtu, og munu þau spila einn leik hvort við annað(s.s hvert lið mun bara spila 1 leik) og mun sigurvegarinn fara í annan hvorn riðilinn í 1. deild en liðin sem tapa fara í sitthvorn riðilinn í 2. deild.
Þegar þar er komið er búið að fylla í báða riðlana í 1. deild(8 lið í hvorum) og búið að koma 4 liðum í hvorn riðil í 2. deild. Þá eru s.s 8 laus sæti eftir og mun restin af liðunum spila uppá það - einhver gætu verið valin fram yfir og mun þá fyrri árangur vega þar inní.
Skráning lokar kl: 20:05 í kvöld og munum við tilkynna hvaða lið fara í hvaða playoffs(umspil um sæti) á morgun Laugardag.
Næst vil ég að meðlimir í eftirfarandi clönum: sef, respect, spears, darklight, klipa, esrever, XeinezeS og Green Berets um að lesa vel það sem hér á eftir kemur:
Þessi clön hafa einungis skráð clanið í Thursinn Kerfið, en ekkert lið sent til keppni í Thursinum.CS. Kerfið er byggt upp með þann möguleika fyrir hendi að mörg lið komi frá hverju clani, en í Counter-Strike má einungis eitt lið koma frá hverju clani. Þrátt fyrir það þarf að skrá lið frá hverju clani sérstaklega. Þessi clön, sem ég nefndi hér að ofan, hafa ekki gert það og eiga að gera það fyrir 20:05 í kvöld, ellegar eiga þau ekki séns á að komast inn í deildina.
Svona er farið að:
Team leader, ef hann er ekki við þarf einhver annar í claninu að gera þetta, fer á http://thursinn.hugi.is, skráir sig inn og ýtir á tengilinn merktan “Skráningar”. Þar geta hugsanlega 2 möguleikar blasað við: Upplýsingar um að einstaklingurinn sé EKKI búinn að stilla WonID, og þarf því að kippa því í liðinn með því að ýta á tengilinn sem er birtur í sömu setningu(undir textanum “hér”). Þegar búið er að stilla Won-ID þarf að fara aftur á “Skráningar” síðuna og ætti þá að standa þar “Skrá Lið”, sjáið næsta lið hér fyrir neðan um hvernig það er gert.
Hinn möguleikinn er að þú sért búinn að stilla Won-id og á þessari síðu standi einfaldlega “Skrá Lið!”. Þú ýtir á þann tengil og kemur þá upp síða þar sem þú setur nafn á liðið, vinsamlegast notið sama nafn á liðið og clanið heitir.(Dæmi: Lið hjá Clan Love heitir því Love) Því næst er ýtt á Skrá. Þá kemur upp síða með tenglinum “Skrá leikmenn” og þarf að fara á hann. Þar kemur upp síða með 2 boxum á, vinstra megin eru allir meðlimir clansins sem eru skráðir í kerfið og hægra megin þeir sem eru í liðinu. Í fyrstu er einungis sá sem skráði liðið í liðinu, en því þarf að breyta. Því er breytt með því að velja alla sem eru í vinstra boxinu(halda vinstri músartakka inni og draga niður yfir öll nickin) og ýta á örina á milli boxanna sem vísar til hægri.
Mikilvægt er að allir meðlimir clansins séu skráðir í það í kerfinu(í gegnum nýskráningu) og síðan að allir meðlimir clansins séu skráðir í liðið.
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi skráningar vinsamlegast talið við t.d mig á #thursinn.CS
Að lágmarki einn frá hverju clani er skylt að vera á rásinni #thursinn.cs til að auðvelda samskipti.