Eins og sumir ykkar vita kannski er ég alveg hættur að spila cs og er farinn að spila Quake 3. Af hverju myndi einhver gera það? Það er einfalt, ég var orðinn leiður á cs, mér hundleiddist í cs í 6 mánuði en skrimmaði og spilaði á Skjálfta bara úta vana. Bara 3-4
seinustu leikirnir á Skjálfta voru eitthvað skemmtilegir þó að félagsskapurinn var alltaf það besta við Skjálfta.
Það er mjög gaman í q3 en það er bara eitt sem mér leiðist, það eru einfaldlega miklu færri spilarar.
Ég er að skrifa þessa grein til að hvetja cs spilara sem eru orðnir leiðir á campinu og lagginu að gefa q3 séns. Q3 er miklu hraðari og þarf ekki eins öfluga tölvu þrátt fyrirað hann hafi flottari grafík.
Þar að auki þarf ekki cd-key af neinu tagi fyrir q3 í dag.

Vissulega er erfitt að byrja í q3, mun erfiðara en í cs. Það sem spilarar þurfa fyrst til að komast af stað er config. Það eru margar stillingar í q3 og ólíkt cs eru nánast allar
ef ekki allar skipanir leyfðar á Skjálfta og býður það upp á mikla möguleika þegar það kemur að því að hafa leikinn einmitt eins og maður vill hafa hann. Það er þó flókið að semja cfg
alveg frá byrjun og þess vegna mæli ég með þessari rússnesku vefsíðu hérna:
http://www.cyberfight.org/offline/configs/pro/

Þarna er gott safn af configum q3 spilara um allan heim, frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og öllum öðrum löndum. Það er líka lítið mál að spurja einhvern íslenskan kveikara um
cfg'inn hans, fæstir cfg'ar eru eitthvað feimnismál. =)

Q3 er spilaður aðallega í 4 “game mode'um”. Þessi mode eru 1on1, Capture The Flag(5vs5), Team Deathmatch(4vs4) og Clan Arena(xvsx). 3 fyrstu mode'in eru spiluð á Skjálfta en CA er aðallega fyrir online skemmtun. Byrjendur ættu að halda sig við CA og CTF, það eru auðveld game mode sem byggja þó upp hæfni og aim. Eftir að spilarar eru orðnir betri er hægt að prufa TDM en í því er erfiðara að redda sér vopni og þar af leiðandi geta reyndir
spilarar valtað yfir byrjendur. Seinast á maður að spila 1on1 en þar er map control orðið mjög mikilvægt þar sem að kortin eru oftast lítil og það skiptir miklu máli að vera með meiri
armor eða health en andstæðingurinn til að vinna.

Vonandi prufiði Quake 3 og fyrir betri og ítarlegri upplýsingar mæli ég með:
http://www.hugi.is/quake/bigboxes.php?box_id=3415 9
Sú grein er skrifuð af Smegma, server admin fyrir Q3 á Íslandi.

IRC rás Q3 á Íslandi er #quake.is

MurK-Ravenkettle
Ravenkettle