Skráning í þriðja tímabil Thursinn.CS er hafin.

Liðafjöldi hefur verið takmarkaður við 16 lið, en hinsvegar geta allir skráð sig og látið á það reyna. Þau lið sem náðu top8 árangri síðasta season komast sjálfkrafa inn í annan riðilinn, ef þau skrá sig fyrir fimmtudag, en 8 lið af öllum öðrum sem skrá sig munu komast í hinn riðilinn - haldið verður smá pre-season til að ákvarða hvaða 8 lið það verða.

Áður en að þið farið og skráið ykkur vinsamlegast lesið þessar leiðbeiningar:

Skráning gæti í fyrstu litið út fyrir að vera flókin en eftir að þið hafið lesið þetta vel í gegn mun þetta vera jafn ljóst og hárið á sænskri ofurskutlu.

Fyrst skulu allir sem hugsanlega vilja taka þátt í CS deildinni eða einhverri annarri deild Thursinns skrá sig sem einstakling í gegnum Nýskráningar kerfið.(Ofarlega hægra megin)

Þegar því er lokið skal fyrirliði clans skrá það í kerfið með því að fara í “Klön” og þaðan í “Nýtt Klan”. Þegar því er lokið þarf sá hinn sami að fara í “Klön” aftur og velja klanið í “drop-down” listanum sem kemur á eftir “CS:”. Nú er hann orðinn fyrirliði clansins og ræður hverjir komast í það og hverjir ekki. Clanfélagar hans þurfa síðan að skrá sig inn einsog hann(í einstaklings nýskráningu) og velja síðan clanið undir “CS:” listanum, s.s gera það sama og clan fyrirliðinn nema sleppa skráningu clans.

Þegar þarna er komið er einungis búið að skrá einstaklingana í clanið, og clanið í CS hluta kerfisins. Núna þarf að skrá lið frá claninu í keppnina. Það er gert með því að fara í “Skráningar” og undir Warcraft 3 skal fara í “Skrá lið”. Clön geta einungis sent frá sér 1 lið, líkt og á síðasta tímabili.

Þegar búið er að gera þetta allt, s.s skrá alla meðlimi í kerfið, skrá clanið í kerfið og síðan skrá lið til keppni og velja menn í það(gert á sama stað og liðsskráning, eða undir “Lið”) þá er skráningu loksins lokið.

Hinsvegar mun skráning í næsta tímabil vera mun auðveldari þar sem að þá þarf einungis að skrá lið að nýju, en clan og einstaklingsskráningar haldast.

Ef einstaklingar skipta um clön þá viljum við biðja þá um að skrá sig EKKI uppá nýtt heldur einfaldlega velja annað clan úr drop down listanum(Undir Klön) - flóknara er það ekki.

Einsog ég segi þá er skráningin á <a href="http://thursinn.hugi.is">http://thursinn.hugi.i s</a> og mun zlave pósta innan tíðar á síðuna reglum og öðru slíku.

ATH: Hægt er að spila í Counter-Strikeog öllum öðrum deildum Þursinns, þar með talið Quake3 og Warcraft 3 - Tveir leikdagar í viku verða tileinkaðir CS.

Ekki er búið að ákveða þá leikdaga.