Hér koma nánari upplýsingar um LAN-ið sem haldið verður helgina 15.-17. nóvember á Barbró á Akranesi:

TriplehackOne er skipulagt í fyrsta sinn á Íslandi, en þetta er skipulagður tölvuleikur á staðarneti (LAN). Með því að taka með þér tölvu þína geturðu með aðstoð staðarnets, netkorts og tp kapals, tengt tölvu þína við net annarra tölva. Þetta gerir liðakeppni mögulega og þessa gerð af samkomum.

Allur nauðsynlegur búnaður verður til sölu á staðnum á vegum verslunarinnar Hljómsyn.
Vakin er athygli á því að keppendur sem koma utan af landi geta fengið leigt herbergi á Barbró, enda er Barbró hótel.

HAFÐU MEÐFERÐIS:
Tölvubúnaðinn þinn
Netsnúru (Þú getur keypt netkort og snúru á staðnum á hagstæðu verði frá Hljómsýn)

INTERNET
Að þessu sinni verður ekki aðgangur að Internetinu nema á “vip” tölvum. Þetta verður hreint keppnisfyrirkomulag.

HVENÆR:
TRIPLEHACKONE hefst kl. 12.00 föstudag og lýkur kl. 18.00 á sunnudag.

VERÐ:
Þátttaka kostar 2.500 kr. Innifalinn er aðgangur, sæti og borð fyrir tölvuna og réttur til að tengjast staðarnetinu og taka þátt í keppninni.

MATUR OG DRYKKUR:
Hótel Barbró hefur til sölu pítsur allan sólarhringinn og kaldir og heitir drykkir verða á boðstólum meðan á keppninni stendur.

UPPLÝSINGAR:
Upplýsingatölva verður tengd við staðarnetið. Við stefnum að því að hafa skjávarpa til að sýna upplýsingarnar.
Ávallt verður skipuleggjandi á vegum TRIPLEHACKONE á staðnum sem er reiðubúinn að aðstoða með hvaðeina.

—————————————— ————————-
KEPPNISLEIKIRNIR:
_________ _______________________________________________________ ___
Counterstrike: Útsláttarkeppni

Mótið verður með píramídafyrirkomulagi.

Mótið hefst með þátttöku allra liða.Fimm eru í hverju liði, ef þú hefur ekki lið verðum við þér innan handar með að finna aðra án liðs þannig að þið getið keppt við önnur lið.

Umferðir verða tvær.

Lið A velur kort og hvort leikið er T eða Ct í fyrstu umferð og lið B velur í annarri umferð.

Í þessum umferðum verða 12 viðureignir á lið “24 lið fyrir hverja umferð, alls 48 viðureignir. Vinningsliðið úr hverri viðureign heldur áfram á næstu hæð píramídans.

Mótið hefst kl.18.00 föstudag. Fjórðungsúrslit verða á laugardag kl. 12.00 og úrslit sunnudag kl. 12.00.

Verðlaun í öllum keppnum verða afhent sunnudag kl. 15.00.

GHOST RECON:

Í vinnslu

GRAFÍK:

Keppt er í vinnslu tölvugrafíkur. Teiknað er í forritinu PAINT samkvæmt hugmynd sem gefin verður upp þegar keppnin hefst.

Keppnin hefst laugardag kl. 16.00.
Þú hefur fjórar klukkustundir til að ljúka við myndina.

Þegar þú hefur lokið við myndina afhendir þú skipuleggjendum keppninnar hana og nafn þitt og þeir leggja myndina inn á upplýsingatölvuna og jafnvel á skjávarpa þannig að hægt verði að kjósa um hana.

Sú mynd sem hlýtur flest atkvæði vinnur.

TÓNLIST:

Heimilt er að nota hvaða forrit sem vera skal og keppnin hefst föstudag kl. 14.00.

Þú hefur 2 klukkustundir.

Þegar þú hefur lokið við verk þitt afhendir þú skipuleggjendum mótsins verkið og nafn þitt og þeir safna öllum verkum saman og leika þau í hljóðkerfi hótelsins.



Það verk sem hlýtur flest atkvæði vinnur.

ÁKVARÐANIR SKIPULEGGJENDA ERU ENDANLEGAR
ÞEIR SEM SVINDLA VERÐA ÚTILOKAÐIR
——————————————- ————————
VERÐLAUN: Verðlaunin eru góð. Það lið sem vinnur CS fær eru annað hvort 256 Mb 333 Mhz DDR Pc2700 innra minni, eða PCI TV TUNER TV-in/TV-out(ekki er búið að ákveða hvor verðlaunin verða). Fyrstu verðlaun fyrir Ghost Recon eru USB Mobile Mini Hub. Fyrstu verðlaun fyrir Graffíkhönnun er Memorex Wireless optical mouse og fyrstu verðlaun fyrir Tónlistargerð eru Philips wireless FM Stereo headphones.
—————————————— ————————-
REGLUR:
___________________ ________________________________________________
Skipu leggjendur TRIPLEHACKONE eða stuðningsaðilar bera ekki með neinum hætti ábyrgð ef þú slasast, tölvubúnaður þinn skemmist eða innihald harðdisksins.

Reykingar eru ekki leyfðar í tölvusalnum. Barinn verður opinn fyrir reykingamenn.

Þar eð áfengi verður á boðstólum á hótelinu fyrir þátttakendur sem eru eldri en 20 ára, verða ölvaðir einstaklingar í salarkynnum TRIPLEHACKONE sendir heim án endurgreiðslu!

ÁKVARÐANIR SKIPULEGGJENDA ERU ENDANLEGAR
ÞEIR SEM SVINDLA VERÐA ÚTILOKAÐIR

GÓÐA SKEMMTUN!
——————————————– ———————–
ÞÁTTTÖKUTILKYNNINGAR OG FYRIRSPURNIR
SENDU VINSAMLEGAST NETFANG ÞITT, NAFN, HEIMILISFANG OG SÍMANÚMER Á:

triplehackone@hotmail.com

EÐA HRINGDU Í:
8470323 ”íslenska“ Óskar Gúdmundson
8652241 ”enska og sænska" Eric Wiss
Einnig er hægt að hafa samband við Gungun á IRC og fá nánari upplýsingar og hægt er að skrá sig hjá honum.
_______________________________________________ ____________________

Takk fyrir áhuga þinn!
Skipuleggjendur TRIPLEHACKONE