Langt síðan einhver heyrði boffs frá mér en ég ætla að slá inn sæta survival guide svo að fólk mæti ekki með 56k haldandi að þeir vinni skjálfta.

Hvað Þarftu.


Tölva -

Skjár | Mús | Kassi | Lyklaborð | Headphones | Músarmotta | Windows Disk | Skjákorts/Músar/Móðurborðs/Netkorts Drivera | Millistykki | og það mikilvægasta af öllu Netkorts Snúra.. Vinsamlegast EKKI og ég segi EKKI gleyma henni…

Aukahlutir -

Það má koma með Stól og þvíumlíkan skrifstofubúnað en EKKERT sem tekur rafmagn.. ástæðan fyrir gjaldi og hví það er ákveðið magn sem má koma á skjálfta er að húsið þolir bara ákveiði mikið af spennu í einu þannig að þeir reikna með að ÞÍN rafmangsnotkun er Skjár og Tölva.. BC server eða Laptop fyrir Eitt borð er leyfilegt en þá þarf að greiða iptölu fyrir þá tölvu og tala við p1mp sem sér um rafmagn hvort þín borðaröð sé ofhlaðin… IPtölugjald er oftast ekki dýrt en þú ert líka að greiða fyrir rafmagnsnotkun.

Hvað Skal Gera Ef.. -

..rafmagnið fer á þinni borðaröð? - Senda skal einn(1) frá þeirri röð að p1mpa borði og láta þá vita að rafmagnið fór.. vinsamlegast ekki fara allir því að einn(1) er meira en nóg

..netið virkar ekki hjá mér? - Er ljós á báðum endum? Ertu með TP snúru en ekki Crossover snúru (kíktu á snúruendana og sjáðu hvort það er munur á hvernig vírarnir eru tengdir.. tekur smá að sjá hvort það er rétt en ef það er þá ertu með crossover.. reyna skal að sjá hvort þú sért með crossover eða tp ÁÐUR en þú leggur af stað) Er Netið rétt uppsett hjá þér? Biddu vin þinn um að sjá hvort allt sé rétt upp sett, það að biðja p1mp um það er eyddur tími frá honum í verk sem tekur 1-2 mín og flest allir kunna..

..tölvan virkar ekki hjá mér? - Þetta er virkilega óþægilegt starf hjá p1mp því að það er búist við að tölvan virkaði þegar hún mætir á staðin… Gangtu í skugga um að allt sé í lagi ÁÐUR en þú tekur hana úr sambandi og líka þegar þú mætir á staðin.. óvirk tölva er óvirkur spilari og þá þarf að grípa til varamans..
Ef þú ert ekki viss um að einhver hlutur er óstabílur eða hefur verið að bila undanfarið mættu þá með varahlut því að ekkert er verra en netkort (til dæmis) sem þú vissir að væri hálf bilað endanlega gefi upp öndina á skjálfta en þá er frábært af þinni hálfu að vera með auka kort og auðvitað rekla(drivera) fyrir það kort.

Þrifnaður -

Vinsamlegast ekki rusla til hjá ykkur.. Dósir og sælgætisbréf útum allt er ekki bara fyrir þér heldur eru fyrir meðspilurum ykkar þannig að sýnið snyrtimensku.

Spilun -

EKKERT skal sagt í global say.. Þessi rás í cs skal haldin opin og þögul þangað til leikur er búinn en þá er auðvitað þakkað fyrir góðan leik með “gg”

Ef einhvað þarf að segjast í Global say þá má AÐEINS fyrirliði segja það og fyrirliði hins liðsins svara.. þetta eru standard reglur í CPL og eru auðvitað standard reglur hér

Ágætt yrði ef liðið sýni hver fyrirliði er með - fyrir aftan nafnið á honum.. þá er auðvelt að sjá hver það er í hinu liðinu og minkar óþarfa tal um hver það er í Global Say.. t.d. [Clan]Siggi-

Vinsamlegast lesið reglugerðina sem hefur verið postað oft oft áður og Skemmtið ykkur vel.. Sjáumst á Fimmtudag eða Föstudag!

Kveðja Ólafur Waage aka sinai