Hér ætla ég að telja upp helstu hluta afturdempara og demparagaffla eftir minni bestu kunnáttu. Fyrirfram afsaka allt sem mér yfirsést. Ég er aðeins að telja upp tækni sem flestir demparar nota, en ekki hluti sem sérstök fyrirtæki eru búin að þróa, t.d. Infinite Travel eða FluidFlow frá Manitou, U-Turn eða Maxle frá RockShox, ETA eða Open Bath Lubrification frá Marzocchi. Kanski maður skelli þeim pakka í aðra svona grein seinna. En endilega látið mig vita ef eitthvað vantar, þá bæti ég bara við þetta.

Travel
Travel er dempurnarlengd dempara, hún getur náð allt frá 20mm upp í 300mm! Stangir dempara geta oft virkað lengri en travelið segir til um, en það er því travel er bara dempunarlengd, og ef stangirnar eru stærri en dempunarlengdin segir til um, þá slær hann saman áður en stangirnar komast alla leið niður í demparann.

Preload
Preload er það sem stífar dempara og tengist því að þegar skífu fyrir ofan gorminn í dempurum sem nota gorm er snúið, ýtir hún gorminum niður og herðir á honum, þetta er kallað preload út af því það for (pre) hleður (load) gorminn og skapar álag einsog þegar demparinn dempar, nema hvað hann er ekki dempandi. Demparar sem nota loft fyrir þetta virka mjög einfalt, maður pumpar bara í þá til að framkalla meiri loftþrýsting. Semsagt, preload stýrir stífleika demparans.

Rebound
Rebound er það sem stýrir hvernig demparinn kemst upp aftur eftir að hann dempar. Mjög margir demparar hafa stillingar fyrir þetta og oftast er það gormur neðst eða ofarlega í demparanum sem veldur reboundinu, einnig er þessu stundum stjórnað af lofti, þá er bara pumpað í demparann til að stýra því. Meira rebound þýðir að hann fer hraðar upp, og er þar af leiðandi fljótari, minna rebound er þá af sjálfsögðu hægari uppferð. Fólki finnst misjafnar stillingar á reboundi þægilegar en algengt er að folk noti minna rebound við stór stökk sem reyna mikið á demparann en meira rebound í miklum hraða einsog í keppni og í umhverfi sem er mjög mikið af smásteinum. Sumir demparar eins og Marzocchi 888 og 66 hafa svokallað inverse adjustment á bæði rebound og compression (sjá Compression) en það þýðir að allt er öfugt (meira rebound, minni hraði, minna rebound, meiri hraði).

Compression (Low speed compression)
Compression er stundum kallað Low speed compression út af tengslum þess við high speed compression. Það stýrir hvernig demparinn dempar, þeas hversu hratt og næmt, þegar hann lendir harkalega eða á litlum hraða, einsog við að droppa fram af háum hlutum eða lenda á flötu eftir stökk. Mikið LS compression þýðir að hann stoppar sig af eftir ákveðna lengd dempunar, en þetta á aðeins við dýrari dempara sem nota þetta, ódýrari gerðir geta ekki stillt þetta eða hafa þetta ekki, og fara alveg jafn hratt niður sama hvar í dempuninni þeir eru. En aftur að LS compressioninu, ef það er mikið er semsagt erfiðara að ná enda dempunarinnar (slá saman), en það getur skemmt og jafnvel eyðilagt demparann. Minna compression hefur öfug áhrif. Fólk gæti haldið að sem mest LS compression sé best í öllum tilvikum en svo er ekki, því ef maður er með mikið compression og er kanski keppandi í braut þar sem engir pallar, né dropp eru, virkar demparinn stífur og erftitt að dempa honum þar sem hann hægir á sér eftir sem nær dregur endanum.

High speed compression
High speed compression þarf ekki mikið að útskýra því það virkar mjög svipað low speed compression. Það sem er ólíkt LS compression er að HS compression stýrir dempun á miklum hraða yfir smágrýti, möl, mold og gras og þannig smáhluti sem geta hægt mjög á ef demparinn getur ekki dempað það allt. Semsagt mikið HS compression þýðir að demparinn verður næmari og virkar fljótari yfir litla hluti á miklum hraða. Ef það er minna virkar demparinn stífari og fer oft ekki í gang þegar um litla hluti er að ræða.

Bottom out resistance
Bottom out resistance er á fáum dempurum, aðeins þeim dýrari. Það hefur áhrif á síðasta stig dempunar, þegar demparinn fer að slá saman, og er gert til að hægja mjög mikið á demparanum svo hann sláist ekki saman.

Single Crown
Single Crown er þegar demparagaffall er aðeins með tvær “brýr” á milli stanganna, þetta er lang algengast enda flest hjól í heiminum með svona.

Double Crown (Dual Crown, Triple Crown)
Double Crown demparagafflar eru þeir sem hafa þrjár “brýr” á milli stanganna, þá þriðju fyrir ofan stellið og rétt undir stýrinu. Þeir eru kallaðir dual crown og tripla crown út af því að í alvöru eru þeir með þrjá crowna en sá neðsti sem er fastur við fætur demparans er oftast ekki talinn með.

Invert fork
Invert forkar (öfugir gafflar) eru eins og svo margir mótorhjólagafflar. Þeir eru gerðir þannig að fæturnir eru uppi hjá stellinu og fara niður á stangirnar. Þeir gafflar sem eru svona eru t.d. Manitou Dorado, Marzocchi Shiver, Foes Curnutt ofl.