Fékk þá hugdettu í sumar að smíða mér reiðhjól. Þessi hugdetta varð síðan að veruleika og hér er afraksturinn.
Er með til sölu þennan, nánast ónotaða, heimasmíðaða “Beach Cruiser”.Hjólið er smíðað í lok sumarsins 2009 og er aðeins eitt eintak til. Aksturseiginleikarnir eru frábærir og er alveg stór skemmtilegt að “krúsa” um á hjólinu.
Stellið er smíðað úr 2” röri, gafflarnir úr 1” röri og stýrið úr 22 mm röri. Allt kram kemur úr Trek hjóli en allar legur voru teknar upp fyrir samsetningu og smurðar. Hjólið var svo pólýhúðað þegar það var tilbúið og lítur alveg rosalega vel út!
Tæknilegar upplýsingar:Litur: RAL 2009
Lengd: 2250 mm
Breidd: 900 mm
Sætishæð: 700 mm
Þyngd: 20 kg
Bremsur: Fótbremsa að aftan
Dekk: Schwalbe, Big Apple, 24x2,35
Drifhlutfall: 38 / 18 (1 gír)
Felgur: 24”, ál
Hjólið er til sölu! Ef einhver hefur áhuga á að kaupa þá er hægt að gera tilboð í gegnum huga. Skoða skipti á DH-hjóli.