Auðvitað á að nota það sem fyrir hendi er en þessi minnimáttarkennd ykkar yfir því að þið getið ekki neitt út af því að þið hafið aldrei komist í neitt almennilegt er orðin frekar asnaleg. Hættið að kenna aðstöðunni um hversu illa ykkur gengur því það sýnir bara hversu lítill drifkaftur er í ykkur, því eins og allir vita þá gerast hlutirnir ekki að sjálfum sér, maður verður að gera allt sjálfur annars gerist ekki neitt.
Ég var mjög ánægður um daginn þegar þið loksins bjugguð ykkur til stökkpall því þá loksins mynduð þið kannski hætta að kvarta yfir því að það væri engin aðstaða þarna fyrir austan. Eftir það voruði að tala um hversu ánægðir þið væruð með hann og þið ætluðuð sko að búa til fleyri, hvað varð að því?
Þannig að ég segi:
Verið duglegir að byggja/moka upp aðstöðu handa sjálfum ykkur því það gerir það enginn annar.
Segðu sannleikan þó að hann sé ekkert endilega það svaðalegasta sem sést hefur, það er svo margfalt betra en að reyna að blekkja. Sjáðu t.d. gaurinn sem sagðist vera að gera nothing um daginn, það munu ekki margir taka mikið mark á honum fljótlega.
Ekki taka þessu illa, ég er að reyna að kvetja ykkur þó það gangi illa á prenti.