Þú verður að æfa þig betur við að velja staðsetningu til að taka myndina á og það að reyna að ýkja hoppið. Hefði örugglega verið betra að leggjast þarna á grasið og vera með cameruna eins neðarlega eins og hægt er, með því að hafa hana svona lágt niðri þá mun hann virka eins og hann sé hærra uppi.
Og svo er náttúrulega lýsingin ekkert til að hrópa húrra fyrir, en það er ekkert sem við getum breytt, svona er bara að eiga heima á Íslandi. En að vísu þá gæti verið að það hefði verið betra að vera eins og ég sagði liggjadi á grasinu því þá ertu nær honum og ættir að geta notað flassið, spurning um að prófa það?!
Svo mæli ég með því að segja ekki “ljótan skurð” og “ljótan stiga”, voðalega niðurdrepandi.
Haltu áfram að æfa þig að taka myndir.