Auðvitað er gaman að fá myndir frá þér.
Það er bara svolítið fyndið að þessar myndir eru allar hreyfðar og það vantar yfirleitt efri hlutann á manneskjuna (þú sjálfur býst ég við) sem er á myndinni!
Þú ættir að hafa það sem markmið næst þegar þú tekur myndir að reyna að beina vélinni ofar og prófa að fikta í vélinni til að myndirnar séu minna hreyfðar. Ef þetta er bara venjuleg myndavél, sem ég býst við að þetta sé, þá getur verið nóg að kveikja á flassinu eða stilla vélina á “íþróttastillingu” sem sumar vélar búa yfir.
Ekki gefast upp og mundu að senda svo bara inn bestu myndirnar.
Ef þú skoðar t.d. síðuna hjá Kindinni þá má sjá úrval góðra mynda en oft ekki nema 8-20 myndir í hverjum flokki. Ég er nokkuð viss um að hann tók aaaðeins fleiri myndir en setti bara þær bestu inn á síðuna! ;)
Gangi þér vel!