Laugardaginn 24. apríl n.k. klukkan 14:00 verður fyrsta bikarmótið í Downhill haldið fyrir tímabilið 2010. Mótið fer fram í Öskjuhlíðinni, sömu braut og keppt hefur verið í undanfarin ár. En það er komin hefð fyrir því að byrja downhill tímabilið okkar þar. Skráning keppenda hefst klukkan 11:00 og stendur til klukkan 13:00 við rásmark brautarinnar uppi við Perluna.
Æfingar verða haldnar í brautinni á þriðjudags.(20.04) miðvikudags.(21.04) og föstudagskvöld(23.04) og hefjast þær klukkan 18:00. Við viljum taka fram að brautin verður ekki lokuð gangandi vegfarendum þessi kvöld og því bið ég menn að vera tillitssama gagnvart þeim.
Skylduhlífðarbúnaður keppenda er lokaður hjálmur, hnéhlífar, legghlífar, olnbogahlífar og brynja.
Keppnisgjald verður 1500kr og er það sama keppnisgjald og kostar í öll önnur hjólamót á Íslandi.
Það verða tveir flokkar eins og venjulega. Opinn flokkur karla og unglingar.
Unglingar eru þeir sem eru fæddir 1994 og seinna.
Opni flokkurinn eru allir aðrir keppendur.
sjáumst þá!
Ef það er eitthvað óljóst hafið þá samband hérna á vefnum.
Hér er kort af brautina fyrir þá sem ekki þekkja til:
http://www.hfr.is/profile/view/brunoskjuh.jpg
Hér er viðburðurinn á facebook, endilega reynið að bera þetta út:
http://www.facebook.com/pages/Fjallabrun/96532364514#!/event.php?eid=109176385786550&ref=mf