Þar sem að þessi keppni verður mjög mikilvæg fyrir alla hjólreiðarmenn höfum við ákveðið að bæta við byrjenda flokki og jafnvel garpa flokki!

Við verðum að sýna samstöðu núna og mæta uppí fjall og taka þátt í keppninni vegna þess að aðstaðan í framtíðinni verður ekki einungis fyrir okkur downhill fólkið heldur er möguleiki á að leggja skemmtilegar brautir sem henta öllum fjallahjólurum á öllum stigum íþróttarinnar, Víðavangs brautir, All mountain brautir, North shore, Slope style, 4X, Fun ride, Free cross, og DH brautir fyrir byrjendur og lengra komna.

Hérna eru linkar á Winterberg heimasíðuna og video síðuna hjá þeim.

http://www.bikepark-winterberg.de/#

http://www.bikepark-winterberg.de/de/impressionen/videos.php

Þarna eru brautir eins og free cross sem ég sá mann hjóla niður allavega 7 ferðir með son sinn sem var 5-6 ára á 16" barnahjóli með fótbremsu og átti ekki í neinum vandræðum með að fara þarna niður. Og svo vorum við Dh strákarnir að negla niður sömu braut og skemmtum okkur konunglega.

Svona svæði tekur nokkur ár að byggja upp og mikla vinnu en ef við sýnum styrk okkar í fjöldanum þá getum við fengið tækifæri til þess að nýta okkur þá aðstöðu sem er í Skálafelli og byggja upp svæði sem er skemtilegt fyrir okkur öll sem höfum gaman af hjólreiðum.

Komið því uppí fjall, skráið ykkur til keppni í byrjenda eða garpa flokki og rúllið niður brautina til þess að sýna þeim sem stjórna á svæðinu hversu stór hópur fólks hefur í raun gaman af hjólreiðum á íslandi og myndi nýta sér svæðið í framtíðinni.


Kv,
Helgi Berg.