keðju/gíravandamál shimano rd-m310
Vildi vita hvort einhver hér hefur hugmynd um hvað er að þessi mjög lítið notaða hjóli, 13 mánaða gamalt fjallahjól sem ég keypti-Mongoose Rockadile ALX. Eftir frekar litla notkun var farið með það í fría uppherslu hjá GAP því það þurfti að stilla gíra. Þá virkaði hjólið fínt strax eftir viðgerð, en fór síðan í geymslu. Nú er samt eitthvað verulega að, finnst eins og keðjan er ekki að renna mjúklega gegnum aftur gírskiptinn (shimano rd-m310). Athugaði öxul við pedala og sýnist snúast og legur vera í lagi. Gírskiptingar virðast líka í lagi, þannig nú er ég bara spá hvort það geti verið eitthvað að þessari smurningu að aftan…er svolítið að spá hvort strákarnir þarna hjá GAP kunni til verka..