Ég er að halda Townhillið í Reykjavík og etv í Hafnarfirði eftir nokkrar vikur.

Það er alltaf betra og auðveldara að halda keppnir ef maður hefur fleirri til þess að hjálpa til.
Þess veggna er ég að auglýsa eftir aðstoðarfólki til þess að sinna auðveldum verkefnum í kring um keppnirnar.
Endilega hringið í mig og látið mig vita ef þið getið hjálpað á Laugardaginn 19 Sept.
Athugið hvort að vinir eða foreldrar séu tilbúin til að leggja hönd á plóginn, þetta er allt talsvert auðveldara er margar hendur koma að þessu.


Reykjavík DownTownHill klukkan 16:00

Startað verður fyrir utan hús Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur við Hallveigarstíg og liggur svo leið einhverja smá króka hjá húsinu, síðan niður Amtmannsstíg í átt að MR, tekin beygja inn á bílastæði nemenda MR. Og hjólað bak fyrir skólann og kring um hann vinstramegin og svo endar leiðin niður tröppurnar hjá MR. Eins og í Tjarnarsprettinum verður ekkert keppnisgjald þar sem keppnin er í boði Samgönguviku Evrópu og Reykjavíkurborgar.

Keppendur í Reykjavík DownTownHill eiga að vera græjaðir eins og fyrir önnur Downhill mót. Fullfacehjálmur, brynja, hné, legg og olnbogahlífar.

Þessi keppni verður ekki útsláttarkeppni heldur tíma keppni með tveim ferðum og verða tímarnir úr baðum lagðir saman í heildar tíma… Besti heildartíminn gildir.

Kv.
Helgi Berg.
Gsm:8939256.