Fór á nýja hjólinu mínu í skólann í morgun (var orðinn of seinn í samrænda prófið)
Og var auðvtað með lás, læsti afturdekkið við afturgaffalinn svo þegar ég kom úr prófinu var svo augljóst að einhver hafði reynt að taka það því lásinn var kominn rúmlega hálfann hring með dekkinu (semsagt lásinn var í gegnum teinana og svo hafði einhver reynt að hjóla og ekki tekist það) og hjólið ekki á sama stað og það var.
Svo ég fer sko ekki aftur á þessu hjóli í skólann þótt það sé í mjög stuttann tíma, maður veit aldrei hvað getur skeð.
Ætla að hafa samband við tryggingarfélögin og láta tryggja hjólið sérstaklega og fá mann til að koma og meta það og svona. þannig að ef eitthvað kemur uppá þá er það tryggt.