Tekið af www.hfr.is
Maður að nafni Lexi hafði samband við mig um daginn. Hann sagði mér að hann væri að skypuleggja Lexa leikana. Sem að er einhverskona Íslensk útgáfa af X-Games. (Fyrir þá sem að ekki vita eru X-games eins konar ólympíuleikar jaðaríþróttamanna). Þar verður keppt í Ralli, MótóCrossi, Fjórhjóla reisi og sitthvað fleira í þeim dúr Hann bað mig um að koma DH móti inn í dagskrána á leikunum. Þessir leikar fara fram við Bolöldu laugardaginn 29 Ágúst. Og svo óheppilega vildi til að þann dag er seinna Akureyrar mótið skráð. Hvað vilja menn gera? Viljið þið færa Akureyrar mótið um eina eða tvær vikur fram eða eigum við að sleppa þessu? Það sem að við fáum út úr þessu er að við fáum fullt af nýjum augum sem að munu sjá íþróttina okkar. En gallinn er sá að við gætum misst út nokkra keppendur vegna þess að mótið er búið að vera skráð lengi þennan dag og sumir eru búnir að ráðstafa sumrinu hjá sér þannig.
Ég vill endilega heyra í sem alflestum um þetta mál. Best væri ef að fólk myndi senda mér e-mail um hvað þeim langar að gera eða bara hringja í mig. Eins og ég sagði þá vill ég endilega heyra í ÖLLUM sem að hafa eitthvað um þetta að segja. (Það er reyndar nóg að heyra í einum aðstandanda hvers keppanda). Ég bendi aftur á e-mail addressið mitt bjarkiv10@gmail .com eða símann 664-1049.
Kv. Bjarki.
Bætt við 31. júlí 2009 - 20:58
ATH !! ég er ekki Bjarki.. ég copyaði þetta með en eina sem ég skrifaði í þessum þræði var þetta allra efsta ;)