Ég er að koma mér í form og ætla að hjóla slatta í sumar til þess. En ég vill fullkomna settið mitt í það.
Ég þarf í fyrsta lagi að kaupa mér nýtt hjól. Ég tími alveg slatta pening í nýtt hjól en var frekar að hugsa um ca. 50-60k fjallahjól. Er e-ð sem þið mælið með?
Svo er það kílómetramælir og hraðamælir svona til að vita hve hratt maður fer og hve langt maður er kominn :)
Með hverju mæliði? Og hvað haldiði að heilt hjólasett kosti? (Hjólið sjálft + KM mælir + Hraðamælir + Fatnaður)? :)