Já, ég er með frábært hjól til sölu sem hægt er að nota í nánast allt. Það er 15 kg, sterkt og með fáránlega þægilegan balance. Best er það í dirtjump og street en einnig er það nothæft í XC, vægt downhill, vægt freeride og gott krús þar sem hnakkurinn getur verið mjöööög neðanlega.
Hjólið heitir Gary Fisher GED og er í raun betri útgáfan af Trek Jack 3 hjólinu. Þess má geta að mitt er eina eintakið á landinu. Hjólið kostaði rúmlega 200 þúsund í Erninum 2006-2007 og er á því Marzocchi Drop-off 3, Shimano Deore XT afturskiptir og Deore Framskiptir, Hayes HFX 9 vökvadiskabremsur, allt hardware frá Bontrager Big Earl línunni, og margt fleira.
Hjólið fær 4.79 í einkunn af 5 á www.mtbr.com og lýtur svona út: http://sklep.rower.com/products/big/1134.jpg
Ekki láta myndina trufla þig, hnakkurinn er alltof hár sem gerir það svolítið XC-legt.
Ástand: Stellið er í fullkomnu standi, það sama á við um allt hardwareið en gjarðirnar eru handónýtar og þyrfti að kaupa nýjar. Þær munu samt sem áður fylgja með þar sem á þeim eru mjög góð Bontrager dekk, aftari kasettan og diskarnir. Einnig þarf bara að fínstilla afturskiptinn.
Ástæða: Ég er hreinlega búinn að missa áhugann en mun líklega samt sem áður sjá eftir sölunni en ég get nýtt peninginn í eitt Rally-project sem er í gangi hjá mér.
Verðhugmynd: ég var með 80 þúsund kr. í huga en alls ekki vera feimnir við að bjóða hvaða tilboð sem er, ég segi nei í versta falli.