ég sendi inn myndband af Scotty Cranmer með flott Trick combo einsog kannski sumir sáu !
veit einhver afhverju það er ekki lengur ?

Bætt við 16. nóvember 2008 - 20:16
sry eg var ekki búin að sjá þetta ..
Korkar:
-NOTAÐU LEITINA, áður en þú póstar þinni spurningu tékkaðu fyrst hvort henni hafi verið svarað.
-Allir korkar skulu vera í sínum flokki, ef korkur sem á ekki heima í þeim flokki sem hann var settur í, verður honum eytt.
-Titlar korka, látið nafnið vísa á tilefnið, það vill enginn asnalegann eða villandi titil, korkar sem heita alveg mega lélegum nöfnum (???, WTF?!, ofl.) fara beint í ruslið.
-Bannað er að tala illa um hjólabúðir, vegna persónulegrar reynslu.
-Tilgangslausir korkar, og þá er ég að tala um tilkynningar um aldur, nýtt hjól, nafnabreytingar, rifrildi og fleira bull, verða eyddir án fyrirvara; hafið eitthvað að viti að segja áður en þið búið til nýjann kork.
-Þetta á líka við um spurningar um t.d. hvað ákveðin hjólabúð á til, eða hvaða búð eigi það sem verið er að leita að, þó að nokkrir þeirra sem nota huga.is/hjol séu starfsmenn hjólabúða þá er oftast betra og fljótlegra að hringja bara…
-Margir korkar á stuttum tíma. Margar spurningar skulu settar vinsamlegast í einn kork, frekar en að vera að pósta nýrri spurningu á 5 mínútna fresti…
-Stutt og tilgangslaus svör sem koma málinu ekkert við, það þarf þau engin, ef þú veist ekkert um málið, slepptu því þá að svara.
-Þetta gildir einnig um útúrsnúninga, barnaleg svör og bara hreint út sagt bull.
-Ef korkar framfylgja ekki þessum reglum verður þeim eytt, ef þínum kork hefur verið eytt, EKKI senda hann inn aftur, það er ástæða fyrir að honum var eytt.

Innsent efni:
-2 lína grein, er ekki grein.
-Útlendar myndir eru allt í lagi, en þá skulu þær vera amk. af einhverjum góðum rider að gera eitthvað almennilegt.
-Picture of the day frá Pinkbike á heima á Pinkbike.
-Auk þess þá eru myndir teknar af öðrum síðum ekki leyfðar, þær eru eignir þeirra síðna sem þær koma frá og eiga ekki heima á huga.is
-Gæði og efni mynda skiptir máli, hræðilegar myndir teknar úr síma eru ekki hvers manns kaffi…
-Að senda inn annarra mynd er algjörlega bannað og varðar við höfundarréttarlög, sérstaklega ef um áhuga/atvinnuljósmyndara er að ræða!
-Kannanir skulu hafa rökrétt svör, og nóg af þeim, svo allir geti fundið sitt svar.
-Tenglar, ef þú ætlar að senda inn tengil tékkaðu fyrst á hvort að hann sé nú þegar inni.

Almennar upplýsingar:
-Myndir eiga að vera undir 512kb, og ekki stærri en 1024x768 pixlar að stærð.
-Myndbandakubburinn er í minni (Kindarinnar) umsjón, ef þú vilt þitt myndband þar, sendu þá mér skilaboð þar sem stendur linkur á videoið, og athugaðu að myndbandið þarf að vera frá YouTube.
-Biðtími mynda er breytilegur, og getur farið uppyfir viku, en það fer eftir því magni mynda sem eru í bið.
-Þegar þú ert búinn að senda inn mynd, þá er hún komin inn, og er í bið, ekki senda hana inn aftur ef hún birtist ekki bara samstundis.
-Ef myndinni þinni er hafnað, ekki senda hana aftur inn! Spurðu frekar stjórnanda um ástæðu, ef hún var ekki gefin með höfnuninni.


Notendur sem lúta ekki þessum reglum eiga í hættu að vera bannaðir í stuttann tíma, en ef menn eru alltaf með leiðindi og læra ekki af mistökum sínum þá geta þeir verið bannaðir ótímabundið.


Og að lokum, hafið það í huga að hugi.is/hjol er staður fyrir fólk að hittast og spjalla, spyrja eða fræðast um áhugamálið. Þetta er ekki staðurinn fyrir neikvæð og leiðinleg ummæli, og ekki til að tala illa um menn, kunnáttu þeirra og stíl. Það er munur á uppyggilegri gagnrýni og leiðinlegu svari, að segja til um hvernig má bæta ákveðið trikk, laga hjólið eða eitthvað, ekki segja „Ömurlegt trikk“, „Gerðu eikkvað flottara“, „Omg lélegt!“, „Ömurlegt hjól!“. Það byrjar enginn sem atvinnumaður, með réttu græjurnar og kunnáttuna, það byrjuðu allir á byrjuninni, og þó trikkið sé 360 backflip, eða bunnyhopp fram af kanti, þá var það mega kúl á sínum tíma. Mundu það.

Ég vona að menn leyfi þessi, „grunnreglum“ að lifa… Farið nú út að hjóla!