Fyrst, síðan er ekki tilbúin, og er ekki opin fyrir almenningi
Annars þá er síðan komin frekar langt, og til dæmis um hluti sem eru 99% kláraðir eru spjallið, myndagrunnurinn, notendasíðurnar, og ýmislegt annað sem tengist grunninum á síðunni.
Ég stend enn við það að sýna ekkert úr síðunni þar til hún er tilbúin, sem er ástæðan fyrir að hún er læst.
Síðan gæti mögulega verið tilbúin fyrir október, einsog ég ætlaði að reyna að ná, en ef ekki, þá er pottþétt að hún komi upp í október.
Einsog er þá er ég með nokkra sem fá aðgang að síðunni, til að prufa hana og skoða hvernig hlutirnir virka, finna galla eða leiðinlega hluti við síðuna. Hinsvegar er aðeins einn sem er virkilega að gera þetta, og það er hann Keli, sem fær alveg sérstakar þakkir fyrir það sem hann hefur gert fyrir þessa síðu.
Ég er enn opinn fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á því að skoða síðuna, í þeim tilgangi að testa hana.