Ég var að spreyja hjólið mitt í sumar, byrjaði á því að pússa allt lakkið af, en ég hugsa að það sé ekki nauðsynlegt. Þú getur farið nokkrar leiðir í þessu.
Þú þarft ekki endilega að pússa lakkið af, ekki nema það sé mjög skemmt hygg ég. Ef þú ætlar að sleppa því að pússa þá ætti að vera nóg að þrífa það bara mjög vel með aceton, og svo þarf lakkið sem þú spreyjar ofan á að vera af svipaðri gerð og það sem er undir svo að nýja lagið geti bundist undirlaginu. Ég er ekki lakksérfræðingur en mig grunar að lakkið sem þú færð úti í búð sé af svipaðri gerð.
Ef þú nennir ekki að pússa gætirðu líka prufað að mála bara lakkið með ætigrunni, fæst í byko og er skítódýrt. Og spreyjað svo bara grunninn. Þetta er hægt svo sem en sennilega ekki gáfulegasta leiðin.
Eða svo náttúrulega pússað allt lakkið af druslunni. Bara nota mjúkan sandpappír og muna að vera með grímu því að þú vilt ekki anda að þér rykinu. Svo grunnarðu bara með ætigrunni og spreyjar yfir.