Þar sem ég er algerlega hættur að nota þetta þá þarf þetta að fara. En þetta er tveggja dempara Mongoose Wing Elite sem ég hef átt og breytt í gegnum árin en mig minnir að það sé um 4 ára gamalt en flest allir aukahlutir nýlegir.
Ég hef breytt því smá og hér kemur listinn… :)
Shimano Deore HG50 kasetta 9 gíra (Glæný)
Hayes frambremsa 6" (Nýr vökvi)
Ég hef 2 downhill dekk og eina downhill slöngu sem fylgir með
Dekkin sem eru núna undir því eru Bontrager Select dekk 2.0 og 1.5 og slöngurnar eftir því.
Shimano Deore LX afturskiptir (lítið notaður)
Shimano Deore LX puttaskiptar 9g+3g
Nýir vírar og barkar í gírum og afturbremsu
Bontrager Big Earl sveifasett
DH Pedalar
Afturdempari er orginal RST
Glæný keðja
Bontrager Maverick afturgjörð (tvöföld)
Avid BB7 afturbremsa + haldfang
Manitou Drop off dual air threw axle framdempari (Virkar bara vel!)
Cat Eye Velo 8 hraðamælirinn fylgir með
Big Earl lock on grip (Glæný)
Big Earl stýri + stutti big earl stamminn
Big Earl hnakkur
Tvöföld framgjörð
Nýuppteknar legur í afturgjörð.
ATH Ég á einnig til nýupptekna Hayes Nine afturbremsu sem getur fylgt með í kaupunum.
VERÐ: Skjótiði bara tilboðum á mig, í versta falli segi ég bara nei ;)
Hægt er að nálgast mig á helgi_m@visir.is
Ég á myndir af hjólinu eins og það er í dag sem ég get sent í e-maili.