Það hefur mikið verið í umræðunni undanfarið að hugi.is/hjol sé orðin þreytt, útbrunnin og leiðinleg, sökum óþroskaðra einstaklinga, lélegs spjalls, “flood”-i á spjallinu og bara leiðindum almennt séð.

Ofan á þetta má bæta því að það kerfi sem hugi.is býður okkur hjóla áhugamönnum upp á er ekki svo mikið, og í raun skortir margt til að vefurinn geti verið jafn virkur og hann þarf að vera til að fólk virkilega nýti sér hann.


Ég hef upp á síðkastið verið að pæla í hvort málið sé ekki bara að koma upp nýjum vef á íslandi, sem snýst alfarið um reiðhjól, hvort sem það eru fjallahjól, BMX hjól eða götuhjól, og búa til með þeim vef nýtt og þéttara hjólasamfélag, en einsog glöggir vita þá er hjólasamfélagið á íslandi ekki sem þéttast…

Það sem ný síða gæti boðið upp á er ótakmarkað, það er ekkert sem ekki er hægt að gera, ef viljinn og áhuginn er fyrir hendi, og langar mig þessvegna að biðja ykkur hugara að svara þessum kork ef þið hafið áhuga á þessarri síðu, eða ætti ég kanski að segja ef þið hafið einhvern áhuga á þróun þessa litla samfélags okkar?

Myndagrunnur sem býður upp á ótakmarkað magn mynda á hvern notanda, engin samþykki og nánast engin takmörk.

“Picture of the day”

Myndbandastuðningur, þar sem notendur geta sett sín eigin myndbönd, líkt og YouTube og fleiri síður bjóða upp á.

Notendasíður með miklum möguleikum, einsog að sýna sínar eigin myndir, sín eigin mynda albúm, vinalista, notendaupplýsingar, blogg og fleira, svipað MySpace og Facebook.

Öflugt spjall sem má skipta í flokka og undirflokka, læsta flokka, aldurstakmarkanir, stjórnendur og undirstjórnendur, myndir á þræði, myndbönd og ýmislegt þannig dót á þræði, alvöru þráða uppsetning þar sem nýjasti þráður er efstur, og fer alltaf efst í listann þegar hann er uppfærður.

Greinasíða, með ýmsum greinum um græjur, stillingar, viðgerðir og “reviews” á hjólum og pörtum.

Söluhorn, sem býður notendum upp á að senda inn auglýsingu, um sölu eða ef óskað er eftir einhverju, sem er mun betur sett upp heldur en einstaka þræðir á spjalli, gott dæmi er Buy/Sell hlutinn af Pinkbike.

Meiri upplýsingar um myndir heldur en hugi.is býður upp á, ekki ósvipað uppsettningunni á Vargar.tk.

Flokkaskipting í myndahlutanum, sem einfaldar fólki að leita uppi myndirnar sem það vill skoða.

Auk þess geta notendur búið til sín eigin mynda albúm sem aðrir geta skoðað.

Leit í myndir, greinar, notendur, blogg, spjall, og hvað ekki.

Alvöru skipulag, notendur, stjórnendur, yfirstjórnendur.

Skilaboðakerfi, einkaskilaboð, email, útlitsbreytingar, hópar, teams.



Þægilegt, einfalt og stílhreint skipulag, auðveldar og þægilegar stillingar, miklir möguleikar og skemmtilegur vefur.

Þetta eru þær hugmyndir sem ég fékk á 10 mínutum, allt hlutir sem eru möguleiki í nýrri síðu.

Ég mun sjálfur sjá um að hanna og kóða síðuna, og allt tæknilegt í kringum hana, auk þess að sjá um síðuna sem vefstjóri.




Sannleikurinn með svona mál er það að það er hægt að gera endalaust svala vefsíðu, sem býður upp á allt sem hægt er að komast í, en það sem þarf til að blása lífi í dauðann hlut eru notendurnir, fólkið sem notar síðuna og heldur henni gangandi, með myndum, spjalli, myndböndum og öðrum samskiptum, hefur áhuga á að halda síðunni virkri og vill geta hjólasamfélaginu gott.

Auk þess vil ég benda á að ef það verður ráðist í verkið mun ég fyrirvaralaust segja af mér sem stjórnandi á hjólaáhugamálinu.

Ég mun líka hætta að nota vefinn.
Og ég hvet alla til að gera það sama.