Hef farið, fór reyndar um verslunarmannarhelgina.. þetta er sjúklega gaman en mjög erfitt. Maður þarf mikið að reiða hjólið upp í byrjun en síðan er þetta nokkuð aflýðandi niðurávið en þó er alveg brekkur uppávið. þetta er um 55 km. Aðalega að taka með sér vatnsbrúsa, hægt er að fylla á þá á í skálum og lækujm á leiðinni. Taka svo með sér nesti, samloku og fl. og svo eitthvað svona orkunammi, mars eða eitthvað álíka. Vera með vind/regnjakka í töskunni, peysu og fl. Það þarf að vaða nokkrar ár þannig að taka með lítinn þvottapoka til að þurrka sér.