Bryggjuævintýri/Bryggjubuzl…

Þann 31. Maí 2008 verða árlegir bryggjudagar haldnir við höfnina í kópavogi. Í tilefni þess verður BMX sambandið með keppni fyrir hetjur! Um er að ræða tvo palla staðsettir á höfninni og langt run?

Keppnis fyrirkomulag:
Keppendur: verða að hafa náð 15 ára aldri, vera vel syndir þ.e. kunna grunntök í marvaða og hundasundi. Keppendur þurfa að mæta í búningum ( stig gefin fyrir flotta galla (mælum með ull eða blautgalla innanundir)). *gallinn getur gefið allt að 1000 auka stig*
Hjól: keppendur þurfa að sjá til þess að hjól þeirra fljóti. Bremsur eru ekki leyfilegar og því meira props og drasl á hjóli gefur fleiri stig. Hlaupahjól, hjólabretti, einhjól…. öll farartæki á hjólum eru leyfileg svo lengi sem pallarnir höndla álagið?
Stigagjöf:
1# gefið fyrir flottasta gallan/búning
2# gefið fyrir flottasta fákinn
3# svo auðvitað stökkið sjálft

Reglur:
*engar bremsur
* engir landkrabbar
* No scuba gear??
* Tálkn leyfileg
* <15 ára
* Bannað að grenja

Eins og áður hefur komið fram þá verða tveir pallar í boði, það er Top Gun pallurinn og Terminator pallurinn. Top Gun pallurinn er afliðandi og hannaður með það í huga að menn geti lennt í Lord of the Ring hringnum? Terminator pallurinn er hannaður með það að sjónarmiði að menn geti athafnað sig í mikilli lofthæð og framkvæmt þannig ódauðleg stökk og brellur.
Nú er tækifæri fyrir ykkur að blómstra, silkimjúk lending í faxaflóanum ætti ekki að svíkja neinn. Einnig verður sjávarhiti um 25° og það verður sól og hamingja.
Skráning verður auglýst nánar síðar.

Kv
BMX sambandið og Bryggjugölturinn
www.khe-bmx.com