Keppni dagsinns 1 bikar DH.
Í dag fór fram fyrsta bikarmótið í downhill niðri í Öskjuhlíð. Mótið fór fram í góðuveðri logni og sól. Það mættu alls 23 keppendur til leiks. Og allir komust nokkuð heilir frá þessu. Það var aðeins einn sem að fór ekki í seinni ferðina.
Flestir keppendur bættu tímann sinn í seinni ferðinni um nokkrar sekúndur. En enginn þó jafn mikið og Jóhann Sigurjónsson sem að bætti tímann sinn um 21.65 sekúndur! Hann keppti í yngri flokknum og endaði í þriðja sæti þar. Önnur hellstu tilþrif dagsinns voru sjálfur krassaði ég hjólinu í fyrri ferð og blóðgaði mig í fyrstu 90° beygjunni í leiðinni, Helgi Berg endaði inni í greni tré strax eftir þá beygju í fyrri ferð, og sama beygja felldi einnig í fyrri ferðinni Steina Sævar en hann komst allveg heill frá því. Og Bartosz Wojak mætti handleggsbrotinn og stóð sig vel! Geri aðrir betur!!!
Úrslitin urðu á þá leið að Davíð Óskar tæklaði yngri flokkinn á lánshjóli, Jón Helgi varð annar og Jóhann Sigurjónsson varð þriðji. Hjá stóru strákunum tæklaði Helgi Berg þetta í seinni ferðinni, Grétar varð annar og ég (Bjarki) þriðji. En Torfi varð fjórði og Haukur fimmti. Þeir kláruðu aðeins örfáum sekúndu brotum á eftir þriðja manni.
Það var mjög gaman að sjá hvað það mættu margir að keppa, horfa á, styðja sína menn og hvað yngri flokkurinn var gífurlega sterkur í dag.
Ég ætla að þakka öllum sem að hjálpuðu til við að gera daginn að því sem að hann varð með því að mæta. Einnig vil ég þakka Hlyni og Antoni fyrir að sjá um tímatökuna í dag. Og Helga Berg fyrir að hjálpa mér að ganga frá eftir keppnina.
Heildar úrslit.
Sæti. Keppandi. Fyrri ferð. Seinni ferð.
1 Helgi Berg 1:02.62 0:56.60
2 Grétar Ólafs 1:00.73 1:01.06
3 Bjarki Bjarnason 1:08.11 1:01.74
4 Torfi Kristbergsson 1:02.35 1:01.87
5 Haukur Jónsson 1:01.91 1:03.56
6 Davíð Óskar 1:14.03 1:03.97
7 Páll Guðni 1:16.00 1:04.13
8 Ingvar Kind 1:05.18 1:11.44
9 Jón Helgi 1:06.55 1:05.44
10 Steini Sævar 1:13.69 1:06.18
11 Jóhann Sigurjónsson 1:38.16 1:06.81
12 Skúli Gunnar 1:08.83 1:08.73
13 Alexander Örn 1:09.47 1:10.14
14 Bjarki Ágúst 1:12.75 1:10.00
15 Eggert Ingólfsson 1:10.01 1:13.49
16 Sindri Geirsson 1:24.92 1:10.82
17 Hugi Jónsson 1:10.85 1:14.36
18 Davíð Alfreð 1:10.88 1:11.12
19 Niemulainen 1:14.79 1:22.25
20 Benedikt Snær 1:20.26 1:19.74
21 Armas Salsola 1:21.48 1:20.53
22 Bartosz Wojak 1:34.55
23 Gunnar Ingi 1:45.21 1:37.43
Yngri flokkur
Sæti. Keppandi. Fyrri ferð. Seinni ferð
1 Davíð Óskar 1:14.03 1:03.97
2 Jón Helgi 1:06.55 1:05.44
3 Jóhann Sigurjónsson 1:38.16 1:06.81
4 Alexander Örn 1:09.47 1:10.14
5 Bjarki Ágúst 1:12.75 1:10.00
6 Eggert Ingólfsson 1:10.01 1:13.49
7 Sindri Geirsson 1:24.92 1:10.82
8 Benedikt Snær 1:20.26 1:19.74
9 Davíð Alfreð 1:10.88 1:11.12
10 Armas Salsola 1:21.48 1:20.53
11 Gunnar Ingi 1:45.21 1:37.43
Bjarki.
Bætt við 12. apríl 2008 - 23:04
Úbbs. Tímarnir komu út allir í einum graut. En jæja þetta hlítur að sleppa.