Ég er að fara að „öppgreida“ í öðruvísi dót á hjólinu mínu, svo ég hef ákveðið að setja nánast allt dótið af því á sölu til þess að sjá hvort einhver hafi áhuga.
Það helsta sem er á sölu er:
· 2006 Manitou Travis Single Intrinsic 180 dempari, með 7 tommu fjöðrun „Cartridge Intrinsic Daming System“, og svo er hann með, eins og Manitou segja: „Externally adjustable compression and rebound adjustment“ og „No Tools 20mm Hex Axle System“.
· Fram- og aftur Hayes HFX Magnesium HD downhill bremsur, án efa bestu bremsurnar frá Hayes, og Kindin getur án efa staðfest það.
· Hayes diskar úr V-seríunni, 6 tommu (160mm), 8 tommu (203mm) og 9 tommu (224mm).
Mun selja allt nema gírana, gripin og afturdempann, ef áhugi gefst og rétt tilboð fæst.
*Hér* er listi, frá Gary Fisher, yfir allt sem er á hjólinu.
- Áhugasamir skulu hafa samband við mig á netfangið || aero145*hjá*simnet.is ||; vinsamlegast komið með góð tilboð, ekki eitthvert rugl.
Kærar þakkir!
Cossack
PS: Enginn af þeim sem eru mér kunnugir fá að vita hvað ég hef í huga að setja á hjólið næst. ;)
Bætt við 8. apríl 2008 - 22:31
æi afsakið, ég er alveg hættur við þessi skipti í bili… vek upp þráðinn á ný ef mér snýst hugur á ný
takk fyrir áhugann; þeir sem sýndu hann :-P :-)