Góðann daginn
Langaði að spurja í sambandi við að hjóla í vinnuna, nú er ég ekki fróður um hjól en eftir ferð í markið þá fann ég “Scott Sportage p3” hybrid hjól sem mér lést vel á, fyrir 75 þús.
Fer svo í örninn og spyr um sambærilegt hjól þar, finna þeira trek 7300 hjól, en á 101 þús, nema með 15% afslætti vegna þess að þetta er 2007 hjól, og fæ það á þá 86þús
Ég spyr, hvort er betra? bæði eru þau 27 gíra , u.þ.b. 13 kg með shimano gírum, læstum frammdempara.
Bara smá ráðleggingar væri fínt :)