Sko… Þú ferð í hlutinn sem þú ætlar að kaupa og ýtir á “BUY” þarna til hægri við hann og þá fer hann í “Basket” eða innkaupakörfu. Svo þegar þú ert búinn að gera þetta við alla hlutina sem þú ætlar að kaupa, þá ferðu efst upp og ýtir á “Basket”. Þar velurðu með hvaða fyrirtæki þú villt senda það, Royal Mail International eða Parcel Force International, svo geturðu látið upplýsingar fylgja með t.d. um eitthvern hlut að hann þurfi að passa fyrir þetta að hitt. Svo þegar þú ert búinn að gera það allt og er tilbúinn að kaupa hlutina, þá ýtirðu á “Proceed to Checkout”. Þar áttu bara að gefa upp fullt nafn, hvert á að senda hlutinn, hvaða greiðslumáta þú villt og margt fleira. Og ef þú hefur gert allt rétt þá ætti hluturinn að vera kominn eftir um 2-5 daga… Vona að þetta hjálpi þér eitthvað XD