Jæja hér er ég með topp klassa downhill og freeride hjól á gjafa verði!
Mongoose EC-D heitir það og er dýrasta freeride hjólið frá Mongoose, og er sama hjól og pro gæjarnir eru að keppa á.
Það er búið 203mm framfjöðrun, Rock Shox Boxxer Team, en það mun vera að margra mati besti Boxxerinn, sökum þess að hann er mjög sterkur og þolir allan fjandann, hefur compression, rebound, floodgate og hvaðekki stillingar, og er bara með bestu dempurum síns flokks.
Afturfjöðrunin er hins vegar það flottasta við hjólið, það notar svokallað FreeDrive system, sem minnkar alla fjöðrun sem myndast þegar maður er að hjóla alveg helling, en er þó alveg rosalega mjúk þegar maður er í einhverju alvöru stöffi. Þetta eru góðir 214mm eða 8,5 tommur, sem er feykinóg í hvað sem er ;) Það er líka hægt að minnka fjöðrunina niðrí 189mm eða 7,3 tommur uppá að stökkva og leika sér á hjólinu.
Svo er þessu öllu stjórnað í gegnum örugglega besta afturdemparann í dag, Fox DHX 5.0, sem býður uppá rebound, compression, bottom out resistance og ProPedal stillingar.
Svo er hjólið bara búið helling af góðu dóti, Avid Juicy 7 bremsum, með 8" diskum, hörku öflugar og áreiðanlegar bremsur. Gjarðirnar eru Sun Rims MTX S-Type, alvöru freeride gjarðir sem er ný búið að taka almennilega í gegn, búið að rétta þær og herða á öllum teinum, eins og nýjar. Truvativ Holzfeller sveifasett, stýri og stemmi, SDG I-Beam sæti, mjög þægilegt og sterkt.
Skiptingin er svo af gerðinni X.9 frá SRAM, og er glæný, notuð örfáum sinnum. Þetta er klárlega skiptingin sem 90% ridera nota í dag, og getur allt!
Meðal annarra breytinga á hjólinu eru nýju Maxle dropoutin hjá afturgjörðinni, þeir sem kannast við Maxle af flestum demparagöfflum frá RockShox vita hvað þetta er þægilegt, en þetta er einfaldlega gegnumöxull (thruaxle), sem þarf engin verkfæri.
Hjólið er af stærðinni Medium og passar lang flestum riderum.
Myndir af hjólinu eru væntanlegar en endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga og ég redda myndum á no time ;)
Ásett verð er 250 þúsund krónur, en það má alltaf ræða málin…