Góð umræða hérna, ánægður með þetta.
Sjálfum fannst mér þetta hálf asnaleg könnun þar sem X-Games eru hálfgerð heimsmeistarakeppni í íþróttum sem hafa/höfðu ekki sínar eigin heimsmeistarakeppnir, þannig að þetta er eins og að spurja hvort við viljum ekki vera með okkar eigin heimsmeistarakeppni hérna á Ísl.
En ef við túlkum þetta sem spurningu um hvort það vanti bara yfir höfuð mót í þessum greinum þá finnst mér það frekar leiðinlegt fyrir þá sem eru að standa í því að halda þessar fáu keppnir sem eru haldnar hérna á klakanum nú þegar. Emil hefur verið brautryðjandi í þessu og hefur verið að halda mót nánast einn og óstuddur og finnst mér ekki nauðsynlegt að fjölga mótum, þau eru haldin eins oft og hægt er.
En eins og þið segið þá er aðstöðuleysi og fámenni aðal vandamálið eins og er. Bara það að fá medium stórt innanhús park myndi breyta öllu, þó að menn þyrftu að deila því parki með hjólabrettum og línuskautum þá er það minnstakosti öruggur tími sem maður hefur til að æfa sig á. Síðan er fámennið líka að hafa töluverð áhrif, það að skipuleggja mót fyrir örfáa einstaklinga er ekkert voðalega spennandi, þó maður hefur roooosalegan áhuga á íþróttinni þá hefur fjöldin mikil áhfrif. En mestu skiptir samt að fá hrós fyrir það að halda keppnirnar, það er það sem skiptir máli því þá langar manni að halda keppnina aftur því fólk hafði gaman af henni.
Þannig að ég segi að það sem vantar meira á Ísland heldur en okkar eigin X-Games er betri aðstaða, fleiri keppendur og meiri stuðning.