Ég er búinn að leita út um allt og finn þessa spurningu hvergi. Svo núna ætla ég að spyrja ykkur hugarana. Hérna kemur hún: Eru til heilsársdekk á hjól? Kannski soldið heimskuleg spurnig en mig langar að vita þetta:D Takk fyrir -AntonE
“Heilsárs dekk” Eru ekki til! Það eru til Sumardekk og vetrardekk (snjódekk með nöglum og án nagla). Og svo eru sumir að gabba fólk og selja gróf sumardekk sem heilsárs dekk. Einnig naglalaus snjó dekk sem heilsárs dekk.
Munurinn liggur aðallega í (micro cut) Fínskornum kubbum í munstrinu og gúmíinu, það er mýkra gúmmí í vetrardekkju sem tætist upp í sumar hitanum.
Þannig að niðurstaða mín og reynsla er að ef þú vilt fá góð dekk til að hjóla á að vetrarlagi (snjó) þá eru það dekk með opnu mynstri og mjúku gúmíi. Annars eru bezt að kaupa góð nagladekk frá Nokian.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..