Nú sé ég ástæðu til að búa til nýtt toppic.
Það eru nokkrir hérna inná vefnum sem hafa staðhæft að þeir hafi farið á fund hjá bæjarstjóranum í Kópavogi og fengið leyfi til að smíða (Dirt Jump) stökkpalla við Ásbraut.
Ég er búin að skrifa inná þennan þráð og biðja þá sem voru á þessum fundi með borgarstjóa að hringja í mig og staðfesta að það hafi fengist leyfi.
Einngi hef ég áhuga á að fá að vita hvort að bæjarstjóri hafi sett einhver skilyrði þegar hann veitti leyfið.
Ástæðan fyrir þessari afsiftasemi minni er sú að það eru miklir möguleikar á mikilli samvinnu við kópavogsbæ veggna hagstæðs deiliskipulags þeirra þar sem er gert ráð fyrir reiðhjóla brautum á íþróttar svæðum þeirra. Og ef það kemur upp einhvert rugl eða etv bara misskilningur varðandi þetta svæði á ásbrautinni gæti það stofnað áframhaldandi samvinnu í hættu.
Þannig að svona mál þurfa að vera á hreinu.
Og hefði ég hugsað mér að smíða alvöru palla þarna á Ásbrautinni og er nægt pláss til að smíða margar misstórar línur fyrir þjálfaða og byrjendur.
Það er nú mjög sennilegt að það fari einhverjir að setja út á það að við (Ég) förum að smíða palla í þessari stærðargráðu þarna og væri því upplagt að vera með skriflegt leyfi til að sýna fólki t,d. forvitnum íbúum í húsunum í kringum svæðið.
Og svo það síðasta og eitt það mikilvægasta. Þetta svæði er mjög áberandi þannig að allur sóðaskapur myndi stinga mjög í augun á fólki þannig að best væri að koma höndunum yfir ruslatunnu svo að auðvelt væri að taka til á svæðinu.
Auk þess verða pallarnir að vera snirtilega smíðaðir og vera vel við haldið! Taka þarf á skemmdum um leið.
Eins og sést er mér mjög alvara með að og hef mikin áhuga á að gera þetta að góðu svæði til að hjóla á. Nú þegar ég loksins er fluttur varanlega heim langar mig mikið að nýta mér reynslu mína íþróttinni til framfara.
Svo að nú ætla ég að biðja þá (alla) sem voru á þessum fundi með bæjarstjóra að hringja í mig eða senda mér tölvupóst og ræða þessi mál frekar. Ég hef áhuga á að ræða við alla þá sem hafa hugmyndir um hvernig þetta á að byggjast og komast að sameiginlegri niðurstöðu og koma í veg fyrir að það verði smíðaðir ljótir og jafnvel hættulegir pallar þarna!
Takið nú við ykkur og drífum í þessu! Látum hendur standa fram úr ermum.
Kveðja,
Helgi Berg Friðþjófsson.
Veffang : www.helgiberg.com
Tölvupóstur : helgiberg@hotmail.com
Farsími : 8939256.