Þegar maður er kominn það langt inní setninguna þá er maður búinn að lesa út hvað þú ert að fara að segja. Ég geri mér grein fyrir því að þú ert ekkert voðalega gamall miðað við marga af okkur hérna inni en þegar þú eldist áttu eftir að læra að lesa hraðar og hættir að lesa orð fyrir orð og byrjar að lesa setningu fyrir setningu, þetta veldur því að þú hættir ekki bara allt í einu að lesa. Það má líkja þessu við að þú lest alltaf aðeins hraðar en heilinn á þér nær að skilja, þannig að heilinn er alltaf rétt á eftir þannig að þú ert búinn að lesa alla setninguna áður en þú fattar að hún er gjörsamlega tilgangslaus ritning.
Bætt við 19. nóvember 2007 - 20:12
En ég vill að vísu hrósa þér fyrir stafsetningu og notkun á punktum og kommum, það er svo margfallt auðveldara að skilja þig en svo marga hérna inni. Keep up the good work!