ég er alveg sammála einari (kurbitur), það fer allt eftir því hvað þú fílar.
Það er svaka stuð að stökkva á fullsus og ég hef nú verið aðeins að hjóla á bmx hjá vinum og er líka að fíla það, en er mest fyrir hardtail, ég á nú nokkuð magnað Scott Voltage og er að fíla það sko. Nema það er í rústi nuna, var keyrt á mig en fæ vonandi nýtt í staðinn.
Ef þú fílar fullsus þá skaltu fá þér þannig en mundi samt ekki mæla með því fyrir byrjendur, alltof dýrt og rosalega “flókin” hjól… best að byrja á bmx eða hardtail. Bmx er ódýrast og það er mjög gaman á BMX ef þú ert að fila street og pörk. En líka gaman að eiga hardtail ef þú fýlar palla og drullu :)
up to you
Bætt við 24. október 2007 - 14:36
en svona til að bæta því við þá ertu að fá gott bmx hjól fyrir byrjanda á 20-35 þús. færð ágætt hardtail fyrir byrjanda á u.þ.b. 40-80 þús. en færð gott fullsus fyrir byrjanda á yfir 100 þúsund kallinum svo að.. eða gætir svosem keypt notað á svona 60-80… ég var samt að tala um verðin á bmx og fullsus sem keypt ný.
Afsakið stafsetninguna!
You only have ONE life, for gods sake live it!