Mér sýnist af myndinni ( græna hjólið ) að þetta sé racer hnakkur.
Það er algengur misskilningur að þeir séu óþægilegir. En mér finnst þeir lang þægilegastir. Enda meikar lítinn sense fyrir racer gaura að sitja á hnökkum sem eru algerlega ómögulegir, því þeir sitja svo skratti lengi á þeim! Mæli samt ekki með þeim fyrir menn langt yfir 90 kílóin. En samt miðað við þessa mjúku hnakka þá rúla þessir þunnu. Þeir móta sig að auki að sitjandanum ( eru hannaðir til þess ). Þegar maður situr lengi á mjúkum hnökkum sekkur maður niður í þá ( sit-beinin ) og þá ýtir bólstrunin á viðkvæma staði, og nuggast við mann. Ef mjúkir hnakkar væru svona þægilegir ( þó þeir séu þyngri ) þá væri maður að sjá þá notaða í TdF ( sem maður er ekki að sjá ) og hjá þeim sem æfa mikið á racer ( aftur - maður er ekki að sjá það ).
Hinsvegar er ég ekki að sjá að þunnir hnakkar gagnist mikið á FR/BMX hjólum. Nema að þeir lúkka auðvitað mun betur. ;)