Það er einmitt málið að það er ekkert auðvelt að sjá suma svona hluti. Fyrir bæri eins og málmþreyta til dæmis. Ég held að það sé hægt að finna slíkt með að mæla rafleiðni eða eitthvað í þeim dúr, í gegn um svæði í málminum sem á að prufa.
Það eina sem maður _veit_ er þegar dótið er búið að brotna. Svona vitur á eftirá dæmi. T.d. þar sem málmur er sprunginn eða eitthvað þess háttar. En það sem maður _veit_ ekki ( nema með einhverjum brjáluðum mælingum ) er að það er kannski einhver falinn veikleiki ( veikasti hlekkur ) á mikilvægum stað, og þá er td gjörð aldrei sterkari en þessi veikasti hlekkur.
Þú skilur.