Sælir hjólagarpar
Ég er að leita mér að nýum framdempara, en þegar ég rúlla yfir listana á netinu þá er alltaf talað um að demparinn sé Post Mount eða Is Mount. Ég held að þetta sé eithvað í sambandi við það hvernig bremsurnar eru festar á hjólið, en hef ekki áttað mig á nákvæmlega í hverju þessi munur liggur, eða hvernig ég eigi að sjá hvort að demparinn á mínu hjóli er Post eða Is Mount?

Gæti einhver skrifað smá upplýsandi línur um þetta Post og Is svo að ég viti hvernig hægt er að þekkja þetta í sundur.
Og hvort er nú betra?
Mitt hjól: Jamis Dakar