Málið snýst um hámarkshraða. Því hraðar sem þú ferð því meira ýtir loftið á móti þér ( verður þykkara ef svo mætti segja ).
Þannig að það kemur að því að maður lendir á hraðavegg, og maður lendir mun fyrr á hraðaveggnum ef maður er í gallabuxum, segjum. Þannig að spandexið er leið til að ýta þessum vegg eins langt upp og hægt er. En svo koma hlutir eins og staðan á hjólinu, og hve vel þú klýfur loftið. Hraða aukningin er MJÖG mikil ef þú ferð úr gallabuxum í spandex, tala nú ekki um ef þú ert í meira aero stöðu á hjólinu. En vissulega þartu líka að vera í formi til að geta komist á einhvern hraða til að byrja með. Gagnast þér ekkert að vera í alvöru fötum ef þú kemur hjólinu ekki yfir 30 km/klst á flötu.
Og varðandi það að detta á racer, þá er það lífshættulegt. Það er ekkert grín að vera kominn yfir 70 km/klst, tala nú ekki um 90 km/klst á malbiki. Að auki koma bílarnir. Það er bara ekki praktískt að vera með rosalegar hlífar á racer, þá gæti maður allt eins verið á fjallahjóli. Málið er bara að vera vakandi og taka ekki óþarfa áhættu. Það er stór slatti af roadies sem hafa drepið sig á hjóli.