Ég fékk að halda mínu sko, þó að það var rifið á tvemur stöðum. Ég var heldur ekki skorin, en ég fór í ómun og sneiðmyndatöku.
Þetta er nú eitthvað annað heldur en þegar ég braut á mér olnbogan, Það gerðist í febrúar á seinasta ári og ég fór ekki að hjóla fyrr en um miðjan maí. En það var samt ekki búið, ég þurfti að vera í sjúkra þjálfun í 7 mánuði og ég mun aldrei ná að rétta almennilega úr hendinni. Ég fór líka í einhverjar 4 aðgerðir og ég var alltaf skorin á sama stað og var skilin eftir með viðbjóðslegasta ör sem er til !
hann má sjá hérÞess má geta að þarna var nýbúið að taka úr honum heftin sem höfðu haldið honum saman í 3 vikur. Svo eftir að það gréri leit leit það enn verr út, var allt rautt og þrútið. En það er alltaf að batna og verður á endanum á litinn eins og venjulegt ör.